Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 120
118
frá 7 kúm var sjúkdómaprófuð. Merki um júgui’bólgu fundust í 3
þeirra og grunur um júguixbólgu í 3. 1 reyndist heilbrigð í júgri. Um
xnjólkurrannsóknirnar er það annars að segja, að þær sýndu yfirleitt,
að gerilsneyðingin var óaðfinnanleg, en mjólkin spilltist á eftir við
gutlið í mjólkurbúðunum, og tel ég meðferð mjólkurinnar, eftir að
hún kernur úr gerilsneyðingunni, alveg óforsvaranlega, því að ekki
liefur verið hægt að fá mjólkina selda í lokuðum flöskum beint til
neytenda nema að mjög litlu leyti, en hvenær sem hægt verður að
kippa því í lag, geri ég' ráð fyrir, að ekki þurfi að óttast svo mjög um
óhollustu mjólkur. Um rjómaísinn vil ég segja það, að þegar í ljós
hefur komið, að fitumagn hans var allt of lágt, þá hef ég jafnharðan
skrifað seljendunum og hótað að loka þeirri starfsemi, ef ekki væri
úr bætt. Gerlatala og cólítíter hafa oft reynzt allt of há í rjómaísn-
um, en ég hygg, að það hafi ekki verið svo mikið ísframleiðendunum
að kenna, heldur hinu, að mjólkin og rjóminn, sem þeir notuðu í ís-
frauðið, hafði þegar spillzt í bxxðuixum, áður en þeir keyptu hann.
Hefur þeim því verið ráðlagt að fá hvort tveggja beint úr gerilsneyð-
ingunni eða sjóða það, áður en það er notað í ísfrauðið. Um rann-
sóknirnar á vatni skal þess sérstaklega getið, að 2 sýnishorn, sem
reyndust gölluð, voru bæði úr braggahverfum. í öðru í-eyndist dúlítið
af ryði, vegna þess að vatnspípur frá hermamxatímunum höfðu lengi
verið ónotaðar, og var xír því bætt. í hinu sýnishornixxu reyndist
talsvert af saurgerlum, en það var úr sérstöku vatnsbóli við eitt
hraggahverfið, og var því jafnskjótt lokað. Kvartanir um skemmdar
vörur bárust samtals 40. í 21 skipti reyndust kvartanirnar á rökuixi
byggðar, og var um að ræða skemmdar eða gallaðar vörur. í nokkur
skipti var aðeins unx að ræða ólöglegar eða aðfinnsluverðar umbúðir.
Auk þess sem að fraxixan greinir, skoðaði hæði matvælaeftirlitsfull-
trúinn og stundum ég sjálfur matvælahúðir, og var þá fyrirskipað að
lagfæra það, sem aðfinnsluvert þótti.
Akureyrcir. Á árinu tekin 30 nxatvælasýnishorn og send Rann-
sóknarstofu ríkisins til efnagreiningar og athugunar. Ekkert sérstakt
var athugavert við sýnishorn þessi. Að öðru leyti litu þeir héraðs-
læknirinn og heilbrigðisfulltrúinn eftir hreinlæti og tilbúningi mat-
væla úr mjólkur- og kjötafurðum, ásamt umgengni í mjólkurbxiðunx,
nxjólkursamlagi, kjötbúðunx og sláturhúsum bæjarins, svo og þeinx
efnagerðum, fiskbúðum og öðrum þeim stöðum, sem við matvæla-
framleiðslu fengust. Aðbúnaður allar í kjötbúð Kaupfélagsins er hinn
bezti, enda bxiðiix að öllu leyti byggð með það fyrir augum að full-
nægja ströngustu hreinlætisskilyrðum, en hin kjötbxið bæjarins hefur
margfalt verri húsakynni og aðbúnað og er því ekki eins snyrtileg og
hreinleg og frekast yrði á kosið. Forstjóri mjólkursamlagsins hefur
leyft nxér að vera viðstaddur, þegar ég hef viljað, meðan gerðar eru
fitu- og hreinlætismælingar á mjólkinni, og hef ég á þaixn hátt getað
gengið úr skugga um, að þær væru á allaix hátt réttilega og samvizku-
sanxlega gerðar.
Vestmannaeyja. Matvælaeftirlit minna en þyrfti.