Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 68
66
minata, og var þá ekki laust við, að það hvarflaði að mér, að þetta
hefði mér mátt detta í hug fyrr.
33. Struma.
Borgarnes. 1 tilfelli.
Sauðárkróks. 1 tilfelli sá ég af struma án Basedowseinkenna. Var
það kona um þrítugt.
34. Tumor cerebri.
Hólmavíkur. 20 ára karlmaður með glioma cerebri. Fór fyrst til
Reykjavíkur, síðan til Ameriku. Var þar gerð trepanatio. Kom heim
og var góður ca. 2 mánuði á eftir. Fór þá að versna aftur, veslaðist
upp og' dó.
35. Tumores benigni.
Borgarnes. Tumor cysticus labii 1, tumor cystieus mammae 1.
Ólafsfi. Tók burtu 5 atheromata á höfði sama manns.
36. Ulcus ventriculi.
Höfðaliverfis. 1 tilfelli í sumar. Miðaldra kona fékk skyndilega
mikla magablæðingu. Við röntgenskoðun siðar sást þó ekki magasár.
Myndin samt grunsamleg.
Grímsnes. 1 sjúkling sá ég með sprungið magasár. Var úr Reykja-
vík á ferð hér. Fluttur á Landakotsspítala og skorinn þar. Fékk bata.
37. Urticaria.
Borgarnes. Urticaria 23.
Flategrar. Tíður kvilli hér í þorpunum, einkum á börnum og' mest
seinna hluta vetrar. Virðist fylgja steinbítsgöngunni.
Hólmavíkur. Sést oft í börnum.
Blönduós. Ekki óalgengur kvilli, ekki hvað sízt á krökkum, sem
eru hér til sumardvalar, og veldur því auðvitað matarbreyting.
Ólafsfj. Verð ætíð talsvert mikið var við þenna kvilla árlega, eink-
um á börnum.
Vopnajj. Urticaria 1 tilfelli.
Fáskrúðsfj. Er hér algeng, bæði á börnum og íullorðnuin.
Vestmannaegja. Alg'eng á börnum, einkum þeim, sein borða mikið
lúðu og ýsu, en siður eða ekki, af borðaður er koli eða þorskur.
38. Varices & ulcera cruris.
Borgarnes. 6.
Flategrar. Töluvert um æðahnúta, einkum á miðaldra konum og
eldri, sem átt hafa mörg börn. Nokkrir þessara sjúklinga fá síendur-
tekin ekzem, og 2 hafa fengið sár, sem bötnuðu seint.
Hólmavíkur. Ekki ótiður kvilli, einkum á konum.
Ólafsfj. Árlega nokkur tilfelli, einkum á konum.
Vopnafj. Ulcera varicosa cruris 7.