Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 20
18
til, að vakað var yfir uppskurðarsjúltlingi, þegar piltur þess var verst-
ur, og leit vökukonan eftir honum. Eina nóttina vakti hún mig til
hans, og fór ég samstundis fram á sjúkrahúsið í náttfötunum og inni-
slopp, því að innangengt er. Lá þá pilturinn blár og meðvitundarlaus,
kominn að köfnun. Honum var snarað fram á skurðarborð og gerður
í skyndingu á honum barkaskurður án þess að við hafa nokkra
hreinsun á höndum eða verkfærum — húðin á hálsinum aðeins joðuð --
og án þess að grípa til nokkurrar deyfingar, sem að vísu var óþörf,
því að sjúklingurinn var svo langt leiddur, að hann varð þess lítið
sem ekkert var, er skurðurinn var gerður, og hafði ekki hugmynd um
það eftir á. Þegar er pípan hafði verið sett inn í barkann, var honum
gefið coramín inn í æð, og komst hann brátt til meðvitundar. Þetta
er i eina skiptið á allri minni læknisævi, sem ég hef séð svo mikinn
barkakýlisbjúg við hálsbólgu, að grípa hafi þurft til barkaskurðar.
Eins og nærri má geta, þakkaði ég mínum sæla, að ég' skyldi hafa haft
drenginn á spítalanum, en ekki í 25 km fjarlægð, að vakað skyldi vera
þessa nótt og að ég svaf undir sama þaki. Síðast á árinu kom fyrir
annað mjög illkynjað kverkabólgutilfelli, eða öllu heldur angina Ludo-
vici, með septiskum hita, en það lét að lokum undan penicillíni.1) Ýmis
af kverkabólgutilfellunum á haustmánuðum ársins voru einkennilega
þrálát.
Sauðárkróks. AJdrei verulegur faraldur og ekki skæð.
Hofsós. Aldrei verulega svæsin.
Ólafsfj. Dreifð tilfelli.
Akureyrar. Aldrei útbreidd, neina helzt dálitið í októbermánuði.
Aldrei illkynjuð.
Höfðahverfis. Dreifð tilfelli allt árið.
Reijkdæla. Aldrei faraldur.
Þistilfj. Almennt vart í september og nóvember, þótt fáir kæmu á
skrá, því að veikin var mjög væg.
Seijðisfj. Stakk sér niður við og' við.
Fáskrúðsfj. Varð vart alla mánuði ársins, en aldrei skæð.
Berufj. Fáein tilfelli fyrri mánuði ársins. ígerðir hafa komið fyrir
í sambandi við veikina. Bötnuðu án skurðaðgerða.
Mýrdals. Á strjálingi. ÖIl tilfelli væg.
Vestmannaeijja. Gerir vart við sig allan ársins hring. Yfirleitt væg.
Rangár. Gerði vart við sig alla mánuði ársins. Sérstaklega veiktust
börn og unglingar. Frekar væg, og har ekki mikið á ígerðum eða slæm-
um eftirköstum.
Grímsnes. ígerðir í 2 tilfellum.
Keflavíkur. Gætti mjög lítið. Helzt í Keflavík og' þá einkum í börn-
um, einnig ungbörnum. Gæti manni doltið í hug að setja það í sam-
band við neyzlu á aðfluttri mjólk, en meðferð hennar er mjög ábóta
vant.
1) Ætti líklega að lagfæra i hendi sér og kalla á íslenzku: pensiiín, með því
að heiti sveppsins, sem lyfið dregur nafn af, penicillium, þýðir einmitt pensiil.