Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 177
175
Framhald af bls. 128.
aldrei kemur dropi til vinnslu hjá nijólkurstöðinni. Reynt var að
koma á skömmtun eða útvega þurrmjólk, en hvorugt tókst.
Ögur. Mjólkurframleiðsla eykst lítið í héraðinu, þrátt fyrir mikla
möguleika í þá átt og stöðuga og vaxandi eftirspurn á markaðinum
(ísafirði). Veldur því sumpart fastheldni við fornar venjur og að
sjálfsögðu verðlaunuð kjötframleiðsla, svo að jafnvel bændur jarða,
sem eru miklu hæfari til mjólkurframleiðslu en kjöts, halda fast við
kjötið. Öll mjólk, sem framleidd er til sölu, er gerilsneydd og virðist
sæmilega góð, að minnsta kosti hvað snertir bragð, lykt og útlit. Fjós
eru nú víðast hvar sæmileg í liéraðinu og' kamrar á öllum mjólkur-
framleiðslubæjum. Mjólkin er víðast hvar, þegar eftir mjöltun, kæld
í lokuðum lindum eða jarðhúsum.
Hólmavikur. Mjólkursala lítil, helzt á haustin, þegar kýr eru geldar
i þorpinu. Þorpsbúar hafa yfirleitt snemmbærar kýr. Er þá fengin
mjólk frá næstu sveitabæjum — einkum tveim stöðum — og eru það
hvort tveggja myndarheimili.
Blönduós. Mjólkurneyzla er hér allmikil, því að nýmjólk er hér ekki
seld úr sveitum, en smjörsala og kálfaeldi er talsvert stundað, og mun
kúm fara fjölgandi.
Sauðárkróks. Mjólkursamlag kaupfélagsins framleiðir alls konar
mjólkurafurðir til sölu og selur gerilsneydda mjólk. Öll mjólkursala
úr sveitinni gengur g'egn um það. Manna á milli í kauptúninu er
einnig seld mjólk, en það fer heldur minnkandi, þvi að kúm fækkar
hjá þorpsbúum. Mikið mun skorta á, að fjós séu svo hreinleg sem þau
þyrftu og ættu að vera.
Ólafsjj. Allt af sömu vandræðin með mjólk að sumi'i til, en mjólk-
ursamlag KEA seldi hér mjólk sumarlangt.
Akureyrar. Það skortir á fyllsta hreinlæti við dreifingu mjólkur,
að hvorki eru til flöskur né flöskulok, og verður þvi að afhenda
mjólkina lausa, en í 5 af 6 mjólkurútsölum bæjai'ins er mjólkin af-
hent frá lokuðum sjálfvirkum mælitækjum, svo að ekki þarf að ausa
lxenni upp úr brúsunum og óhreinka hana á þann hátt. Mjólkursam-
lagið hefur á árinu tekið á móti 4181448 1 mjólkur, og af því hafa verið
seldir 1586700 1 út aftur, þar af til Siglufjarðar 317850 1. Af rjóma
hafa verið seldir 61600 1, undanrenna og' áfir 2250 1, smjör 42124 kg,
ostar 163275 kg mjólkurostur og 21850 kg mysuostur. Af skyri hafa
verið seld 99730 kg. Eitthvað af skyri, i'jóma og smjöri og ost-
um hefur verið selt til Siglufjarðar og fleiri staða á landinu. Fitu-
xnagn mjólkurinnar var að meðaltali 3,536%. Af mjólkinni voru í 1.
og 2. hreinlætisflokki 96,99%, í 3. flokki 2,78% og í 4. flokki 0,23%.
Öll mjólkin var stassaníseruð með því að hita hana upp i Iokuðu kerfi
undir auknum þrýstingi i 72—75° í %—1 niínútu.
Höfðahverfis. Mjólkurframleiðsla mun hafa aukizt í héraðinu, enda
eru rnenn hér orðnir hræddir um, að mæðiveiki berist hingað. Mjólkin
er flutt til Akureyrar vor- og sumarmánuðina, en hinn tíma ársins
er unnið úr henni heirna. Flest heimili á Grenivík hafa 1—2 kýr, sem
ei nóg til heimilisþarfa mestan hluta ársins.
Þisiilfj. Heldur dregur í þá átt, að menn losi sig við kýrnar og