Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 203
201
Hornafí. Hafizt handa um frystihúsbyggingu hér á Höfn, og mun
henni verða lokið 1945.
Síðu. Engar sérstakar á árinu.
Vestmannaeyja. Skipasmíðastöðvarnar hér hafa reynzt vel með
smíði góðra og heppilegra vélbáta. Hafnarsjóður hefur látið mikið
vinna að hafnarbótum. Vélsmiðjan Magni hefur til stórra muna bætt
húsakynni og aðbúnað verkamanna með sjósalernum, gufubaði, fata-
klefum og kaffistofu. Húsakostur hraðfrystihúsanna stóraukinn.
Gatnagerð hefur aukizt, meðal annars steinsteyptar götur, tvö síðari
árin, sem þekktist ekki áður. Sameignarfélög útgerðarmanna starfa
hér hin sömu og undanfarin ár.
Eijrarbakka. Hér á Eyrarbakka reist stórt og veglegt hraðfrystihús,
en hætt er við, að það verði síður en svo nokkur lyftistöng, þar eð
útgerðin er sama sem engin og útlit fyrir aukningu hennar i meira
lagi tvisýnt.
25. Hernám og sambúð við erlent setulið.
Læknar láta þessa getið:
Akureyrar. Allur hinn ameríski her, sem dvalizt hefur á Akureyri og
í nágrenni, er nú héðan farinn, og mun héraðsbúum þykja það harla
gott, enda þótt hermennirnir hafi komið prúðmannlega fram þann
tíma, sem þeir hafa dvalizt hér.
Seyðisfí. Þær litlu leifar, sem eftir voru af setuliðinu, hurfu alveg
á brott í júní og júlí. Aðeins örfáir eftirlitsmenn dveljast hér enn í
kaupstaðnum, og veit maður varla af þeim. Allir braggar standa enn
uppi, en væntanlega verða þeir rifnir niður og fluttir burt, áður en
langir tímar líða, því að lítil er bæjarprýði að þeim. 10. janúar (1944)
varpaði þýzk flugvél sprengjum á stórt olíubirgðaskip, sem lengi hafði
legið hér á höfninni. Skipið sökk á fáum klukkustundum. Engan
mann í skipinu eða í landi sakaði, en síðan hafa allar fjörur verið
fullar af olíu til mikils óþrifnaðar. Er þetta í annað sinn, sem sprengj-
um var varpað niður hér í kaupstaðinn, síðan setuliðið settist að.
►
26