Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 43
kom til þess að fá blóðrannsókn, og reyndist hann orðinn Wasser-
mann-neikvæður. Stúlka, nýflutt í héraðið, kom með ferskan lek-
anda, var tekin á sjúkrahúsið og læknuð, en maður sá, er hún kvaðst
hafa smitazt af, neitaði harðlega að hafa haft sjúkdóminn og bar
heldur engin einkenni þess. Af skipi kom síðar á sjúkrahúsið sjó-
inaður utan héraðs með gamlan lekanda.
Akureijrar. Eigi kunnugt nema um 1 mann, er hafi smitazt af lek-
anda af kvenmanni héðan úr bænum. Engin lekandatilfelli var hægt
að rekja til herliðsins. 5 sárasóttarsjúklingar, og voru 4 þeirra erlendir
sjómenn, en 1 íslenzkur sjómaður, er hafði smitazt í Bretlandi.
Reykdæla. Kynsjúkdómar hafa ekki enn borizt inn í héraðið.
Þistilfi. Varð ekki vart á árinu.
Seyðisfi. Einstaka erlendur farmaður fékk nokkrum sinnum salvar-
saninndælingu við sýfilis.
Norðfi. 31. marz kom íslenzkur sjómaður úr veri, og hafði læknir
þar sent blóð hans til Wassermannsrannsóknar vegna útbrota um
allan skrokk, og reyndist það jákvætt. Hafði smitazt af stúlku hér á
Norðfirði, einni þeirri, sem þá var komin í lækningu hér. Vegna at-
vinnu sinnar var hann á ýmsum stöðum, frá Hornafirði til Siglu-
fjarðar og Akureyrar, og var héraðslæknum gert aðvart, er hann fór.
Erfitt var að halda honum til lækningar — hálfgerður fáviti — og af
sögusögnum hans um uinmæli læknanna, sem hann önnuðust, er
ástæða til að ætla, að hann muni hafa forsómað hana — m. ö. o. stór-
hættulegur maður. 56 ára fráskilin kona, norðfirzk, með útbrot og'
jákvæðum Wassermann fór til Hafnarfjarðar í vist og þar í lækningu.
Norðmaður, háseti á norsku skipi, skrásettur í London, með lues
secundaria, vitjaði mín með farmannsskírteini. Með lekanda voru
skráðir 2 islenzkir sjómenn, færeyskur sjómaður og 2 15 ára ungling-
ar, piltur og stúlka, er báru hvort upp á annað smitun.
Fáskrúðsfi. Færeyingur smitaðist af lekanda i Aberdeen. Auk hans
2 innanhéraðsmenn, annar í Reykjavík, hinn í Vestmannaeyjum. Fær-
eyingurinn læknaðist fljótt af M & B, en hinir voru báðir „súlfafastir“,
enda báðir búnir að hafa sjúkdóminn talsvert lengur, þegar þeir
komu.
Berufi. 1 sýfílistilfelli skráð. Sjúklingurinn frá Norðfirði. Hafði
fengið sjúkdóminn þar nyrðra. Hélt heim til Norðfjarðar aftur, og var
hann læknaður þar. Hafði condylomata lata ani.
Vestmannaeyja. Sjómenn, sem til útlanda fara, smitast þar af lek-
anda, sumir hér líka. Súlfalyfin reynast yfirleitt vel, stundum prýði-
lega. 3 sjúklingar með sárasótt hafa bætzt við, 2 karlar og 1 kona,
sem smitaðist af eiginmanni. Hafa þau öll fengið rækilega meðferð.
Rangár. 1 piltur úr héraðinu leitaði til mín með lekanda, er ég
dvaldist i Rvík. Var visað til sérfræðings.
Eyrarbakka. Ég tel víst, að unglingspiltur einn hafi smitazt í al-
menningsnáðhúsi á Selfossi. Líkur eru og til, að annar maður hafi
smitazt í sams konar húsi í Reykjavík. Við lækninguna notaði ég
dagenan, og gafst það ágætlega.
Keflavikur. Varð lítið vart. 1 barn með meðfædda sárasótt frá
fyrra ári.