Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 116
114
ísafí. Heilsuverndarstöðin starfaði með líku inóti og áður. Öll skóla-
börn, sem berklapróf kom út á, voru röntgenskyggnd, og eins kennara-
liðið. Einnig var starfsfólk brauðgerðarhúsanna, mjólkurbúðarinnar
og rækjuverksmiðjunnar röntgenskyggnt. Af öllu þessu fóki hafði eng-
inn virka berkla. Fólk notar sér starfsemi stöðvarinnar óspart, bæði
úr héraðinu og' nágrannahéruðum. Ungbarnaeftirlitið var eins og' áður
rekið af sjúkrasamíaginu. Starfsemin á erfitt uppdráttar vegna hús-
næðisvandræðanna og vill því verða nokkuð gloppótt. Hefur hún, frá
því að hún hófst 1940, verið á þessa leið: 1940: 194 skoðanir fram-
kvæmdar á 52 börnum. Naflakviðslit 28, tunguhaft 5, eczema 4,
bronchitis 2, kvef 2, rauðir hundar 1, varicellae 1, stomatitis aphtosa
1, herpes zoster 1, intertrigo 2. 20 börn fengu meðferð vegna beinkramar
eða gruns um beinkröm. 1941: 266 skoðanir alls á 60 börnum. Nafla-
kviðslit 32, eczema 1, tunguhaft 1, intertrigo 2, krampi 1, angina ton-
sillaris 1, fissura ani 1, hydrocele testis 1. 20 börn fengu meðferð
vegna beinkramar eða gruns um beinkröm. 1942: 81 skoðun á 14 börn-
um. Naflakviðslit 2. Eftirlitið lá að mestu niðri vegna farsótta á ár-
inu. 1943: 59 skoðanir alls á 44 börnum. Naflakviðslit 10, tungu-
haft 1, bronchitis 1, impetigo 3, intertrigo 2, conjunctivitis 1. 17
börn fengu meðferð vegna beinkramar eða gruns um beinkröm. Þetta
ár var unglingaskoðunin mjög stopul vegna farsótta og húsnæðisvand-
ræða. 1944: AIls fóru fram 212 skoðanir á 61 barni. Naflakviðslit 18,
kvef 4, afrifur 4, eczema 3, furunculosis 2, erythema 1, obstipatio 1,
varicellae 1, bronchitis 1, scoliosis 1, haemangioma 1. 21 barn hafði
beinkröm eða var grunað um beinkröm. Þetta er ein allra þýðingar-
mesta heilsuverndarstarfsemin, sem hér er rekin, og vandræði, hve
hún á erfitt uppdráttar, fyrst og fremst vegna húsnæðisleysis, sem
sumpart stafar af því, að engum sérstökum aðila eða aðilum ber
skylda til að reka hana eða telur sig bera ábyrgð á henni. Sjúkrasam-
lagið starfaði með líkum hætti og' áður. Iðgjald var óbrejdt, kr. 9,50,
samningar sömu við aðila. Meðlimum fækkaði heldur á árinu. Hagurinn
batnaði mikið og má nú teljast góður. Samlagið tók á árinu upp þá
nýbreytni að styrkja að veruleguni hluta (%) tannviðgerðir unglinga
14—17 ára. Til tannaðgerða skólabarna lagði samlagið 2000 kr., en
bæjarsjóður ísafjarðar 5500 kr.
Hólmavíkur. Verið að stofna sjúkrasamlag í Kaldrananeshreppi.
Blönduós. Sjúkrasamlag höfðu námsmeyjar og kennslukonur
Kvennaskólans, eins og að undanförnu, en nú byrjaði að komast
hreyfing á stofnun sjúkrasamlaga í sveitum, og var hið fyrsta stofnað
í Bólstaðarhlíðarhreppi, en það tók þó ekki til fullra starfa á árinu.
Samþykkt var og stofnun samlaga í Svínavatns-, Sveinsstaða- og Ása-
hreppum, en felld alls staða annars staðar, þar á meðal í Höfðakaup-
stað og á Blönduósi með eins atkvæðis mun. Læknisvitjansjóður var
og stofnaður í Bólstaðarhlíðarhreppi.
Sauðárkróks. Sjúkrasamlag Sauðárkróks starfaði eins og að und-
anförnu, og gengur reksturinn vel. Munu flestir tryg'g'ingarskyldir
vera í því og þó nokkrir eldri. í undirbúningi eru sjúkrasainlög í
sumum öðrum hreppum héraðsins.