Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 182
180
Borgarnes. íþróttir nokkuð ræktar í Borgarnesi. Þar kennd leik-
fimi og fleiri íþróttir. Einhver leikfimikennsla við alla barnaskólana,
þó að óhæg sé, húsalaust og áhaldalaust. Sund læra öll börn eins og
lögskipað er.
Ólafsvíkur. íþróttir lítið stundaðar.
Dala. Litið um íþróttaiðkanir fram yfir sundnámskeið fermingar-
barna á vegum fræðslumálastjórnarinnar og fremur dauft yfir öllu
félagslífi.
Þingeyrar. Íþróttalíf mikið. Við héraðsskólann á Núpi stunda öll
fermingarbörn skyldusundnám. Hefur þeim hingað til verið kvilla-
gjarnt í hinni innibyrgðu sundlaug skólans, Eyrnabólga, augnbólga,
kvef og lungnabólga hafa sótt á þau. Virðist það þó heldur lagast í
seinni tíð. íþróttir eru mikið iðkaðar við alla skóla. Á Þingeyri er
auk þess íþróttakennsla allan veturinn fyrir karla og konur. Að
sumrinu er iðkaður handbolti, fótbolti og' ýmsar útiíþróttir. Ungir
menn, sem eru í vegagerð yfir Rafnseyrarheiði, hafa haldið íþrótta-
kennara í % mánuð. Ekki virðast þeir ofþjakaðir af erfiði, enda er
nú vinnudagurinn stuttur hjá þeim sem öðrum. Það eru bara bænda-
garmarnir, sem geta ekki leikið sér.
Flateyrar. Áhugi fyrir íþróttum fer heldur í vöxt. Leikfiminám-
skeið eru haldin hvern vetur á vegum ungmennafélaganna og' sund-
námskeið á sumrum. Nokkur áhugi hefur vaknað á frjálsum íþróttum,
og mun það að þakka komu íþróttaflokka úr Reykjavílc undanfarin
sumur til sýninga og' héraðsmótum í íþróttum, sem vekja metnað milli
byggðarlaganna.
lsafj. Áhugi fyrir vetraríþróttum er mikill, en aðstaða ekki eins
góð og margur skyldi halda. Ekki vantar snjóinn, en þegar hann er
mestur, endist ekki dagurinn til að sækja íþróttina sem skyldi, þótt
ekki sé nema klukkutíma ferð fram í Seljalandsdalinn. Flestir eru
bundnir við störf fram til kl. 4—6 síðdegis, nema sunnudaga, og þá
er komið myrkur. Því er nú vaknaður áhugi fyrir því að gera skíða-
braut í Stórurðinni og hafa hana upplýsta. Til þess þarf aðeins að
sprengja noltkra steina úr veginum. Fyrir alla unnendur iþrótta og
heilbrigði er bygging sundhallarinnar, sem nú er hafin, hin mestu
gleðitíðindi.
Ögur. Öll skólabörn við Djúp læra sund og stunda það nokkuð.
Lítið um aðrar íþróttir.
Hesteyrar. Sund nokkuð iðkað í Reykjarfirði við sundlaugina þar,
en vegna þess hve afskekkt hún er, verða hennar eigi full not. Aðrar
iþróttir engar.
Hólmavikur. Íþróttalíf lítið — einna helzt skíðaiþróttir.
Miðfj. Útisundlaug fullgerð á Reykjum í Miðfirði.
Blönduós. íþróttir ekki mikið stundaðar, enda erfitt um alla keppni
í strjálbýlinu. Þó virðist mér áhugi á þessum efnum heldur fara vax-
andi. Sumir kennarar við farskólana hafa farið eftir ósk minni um
að láta börnin gera einföldustu leikfimisiðkanir daglega, svo að þau
læri að minnsta kosti að rétta sig úr kryppunni og draga lungun full
af lofti. Hér á Blönduósi var kennd leikfimi við barnaskólann nokk-