Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 63
fil
Blönduós. Má heita hér óþekktur sjúkdómur aÖ mínu viti. Hér var
að visu kona af dönsku sykursýkiskyni, en er nú burtflutt, og sá eini
maður, sem talinn er hafa haft diabetes til margra ára, er venjulega
án alls sykurs í þvagi við nokkuð rúmt matarhæfi.
Akureyrar. Sykursýkissjúklingar eru nú hér 4, og hafa 2 þeirra
bætzt við á þessu ári. Allir fá þessir sjúklingar sykursýkisfæði og
insúlíngjafir. Annað slagið er mældur í þeim blóðsykur á Sjúkrahúsi
Akureyrar, og er þar fylgzt með sjúkdóini þeirra.
Fáskrúðsfj. Sjúklingar þeir sömu og áður, annar fær insúlín reglu-
lega, hinn bjargast við sykursýkismatarhæfi og er alloftast -4- í þvagi.
Vestmannaeyja. Lítið borið á veikinni á árinu.
11. Eclampsia infantum.
Hólmavíkur. 1 barn lá í skýlinu um skeið. Batnaði mikið. Fór siðan
heim. Eftir nokkurn tíma tók veikin sig upp aftur og leiddi til bana.
12. Eczema.
Hólmavíkur. Eczema og ýmsir húðkvillar mjög algengir. Hef grun
um, að sumir séu avítamínósur. Batnar sumum fljótlega eftir lýsis-
notkun.
Blönduós. Er hreint ekki sjaldgæfur kvilli, og' það ber við, að hör-
undið verði allt undir lagt við sérstaklega aukna viðkvæmni.
Vopnafj. Eczema 11.
13. Erysipeloid.
Dala. Aðeins 1 tilfelli í sláturtið (2 skráð í september á mánaðar-
skrá).
Hólmavíkur. Kemur oft fyrir — einkum á haustin í sláturtíðinni,
en einnig á öðrum tímum í hraðfrystihúsinu við fiskflökun, mest á
fingrum og höndum.
Sauðárkróks. Nokkur tilfelli.
Akureyrar. Talsvert um erysipeloid í sláturtíð.
Höfðahverfis. 3 sjúklingar á árinu, á 2 í fingrum, en hinum 3.
i andliti.
Þistilfj. Nokkur tilfelli í sláturtiðinni.
Vopnafj. 2 tilfelli.
Fáskvúðsfj. Nokkur tilfelli í sláturtíðinni, eitt þeirra mjög þrálátt.
Vestmannacyja. Alltaf árlega nokkur tilfelli frá hráæti.
14. Furunculosis, panaritia etc,
Borgarnes. Abscessus 12 (þar af submaxillares 3), panaritia 27,
lymphangitis 4, furunculosis 15, epulis 3, caris & lymphadenitis
colli 3.
Dala. Panaritia 3, furunculosis 5, abscessus 1, bursitis praepa-
tellaris 1.
Flateyrar. Lítið var um fingurmein. Alls skorið í 10 ígerðir, sem
allar fóru vel með sig. ígerðir annars staðar en í fingrum 12, 1 all-
slæmt tilfelli, phlegmone colli cum abscessu sublingavali, sem batn-
aði eftir 2 ístungur og súlfaþíazól.