Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 17
15
Læknar láta þessa getið uin þjóðílutninga þá, sem nú eiga sér stað
úr sveitum og öðru strjálbýli til stærstu kaupstaða og einkum til
Reykjavikur:
Skipaskaga. Fæðingar hafa verið með minna móti, bæði í sveitunum
og á Akranesi, enda fer fólki fjölgandi í kaupstaðnum. Þar sezt unga
fólkið að og stofnar heimili.
Borgarfí. Fólksfjöldi stendur nokkurn veginn í stað.
Ólafsvíkur. Fólki fækkar í héraðinu.
Patreksfí. Þrátt fyrir ágæta afkomu og nóga atvinnu hefur fólkinu
fækkað í héraðinu. Það hefur flutzt til Reykjavíkur.
Flateyrar. Fólki hefur fjölgað lítils háttar í Súgandafirði, en ibúa-
talan er óbreytt annars staðar í héraðinu.
ísafí. Það fjölgar jafnt og þétt í bænum. Þó takmarka húsnæðis-
vandræðin fjölgunina nokkuð. Manndauði með minna móti, en fæð-
ingar í meðallagi.
ögur. Fólkinu fækkar jafnt og' þétt vegna brottflutnings. Til
skamms tíma hefur unga fólkið eins og síazt úr heimilunum, án þess
að jarðir legðust í eyði. Mátti heita undarlegt, hve langt sú síun gat
gengið, án þess að byggðu bóli fækkaði. Það var því eigi vonum fyrr,
að fólk yrði að yfirgefa jarðirnar, og hafa nú síðast liðin 2 ár 7 jarðir,
sumar góðar, lagzt alveg í eyði. Heilar verstöðvar, eins og Ögurnesið
og Ögurvíkin með Snæfjallaverstöðvunum, eru nú og að verða mann-
lausar. Manndauði lítill og fæðingar aldrei færri.
Hesteyrar. Fólksfækkun stórkostleg, rúmlega 10% þetta ár. Barns-
fæðingar hverfandi, því að unga fólkið flvzt burtu, jafnóðum og það
kemst á legg. Manndauði lítill.
Hólmavikur. Fóiksfjöldinn stendur í stað. Barnkoma svipuð og
undanfarið. Nokkuð flyzt til Reykjavíkur.
Miðfí. Allmikil fólksfækkun i ár eins og undant'arið. Fæðingar mun
færri og mikið um brottflutning.
Blönduós. Fólksfjöldi stóð í stað.
Sauðárkróks. Fólki heldur áfram að fækka i héraðinu, og hefur að-
alfækkunin nú i ár verið á Sauðárkróki.
Hofsós. Fólki fjölgað lítið eitt þetta ár, og er fjölgunin mest áber-
andi í kringum eða í nágrenni við Skeiðsfossvirkjun.
Akureyrar. Fólksfjölgun í Akureyrarbæ er minni en búazt hefði
mátt við, en vafalaust má þar um kenna húsnæðisvandræðunum, sem
liér eru mjög mikil og það svo, að fólk, sem annars mundi flytja í
bæinn, getur það ekki vegna þess, að það fær hvergi inni.
Höfðahverfis. Enn fækkað í héraðinu. „Fjörðurnar“ lögðust í eyði.
Reykdæla. Fólkinu fækkar enn vegna brottflutnings, og mun mæði-
veikinni að nokkru leyti um að kenna.
Þistilfí. Fólksfækkun heldur áfram í héraðinu sem heild. Fjölgar
heldur í Þórshöfn, mest á kostnað sveitanna.
Seyðisfí. Því miður heldur fólksfækkunin enn áfrarn.
Hornafí. Fólki fjölgaði lítið eitt, þrátt fyrir brottflutning.
Síðu. Enn fækkar í héraðinu. Af 3 heimilum hefur allt fólk flutzt