Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 75
73
Koma 3,3 sjúkrahúslegudagar á hvern mann í landinu (1943: 3,2),
á almennu sjúkrahúsunum 1,8 (1,8) og heilsuhælunum 0,75 (0,76).
Sjúkdómar þeirra sjúklinga, sem lágu á hinum almennu sjúkrahús-
um á árinu, flokkast þannig (tölur síðasta árs í svigum):
Farsóttir . . . 2,7 % ( 5,0 %)
Kynsjúkdómar . .. 1,2 — ( 0,5 —)
Berklaveiki . .. 5,2 — ( 5,4 —)
Sullaveiki . . . 0,2 — ( 0,2 —)
Krabbamein og illkynjuð æxli . . . . . 3,2 — ( 3,0 —)
Fæðingar, fósturlát o. þ. h . .. 14,1 — (12,6 —)
Slys . . . 6,5 — ( 7,3 —)
Aðrir sjúkdómar . . . 66,9 — (66,0 —)
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Flateijrar. Ég hef haft fremur lítið af Súgfirðingum að segja á
árinu og miklu minna en æskilegt væri. Það er ógerningur að fylgj-
ast svo með heilsufari þar, sem vera ætti, eins og samgöngum er
háttað hér, en illt að vita tii þess, hve berklaveiki fer þar í vöxt, og
þá brýnni þörf fyrir eftirlit. Súgfirðingar hafa mikinn hug á því
að fá lækni til sín að minnsta kosti hálfsmánaðarlega, en enginn fæst
til að taka á sig ferðakostnaðinn.
Akureyrar. Aðsókn að læknum hefur verið feikna mikil á árinu,
þó að heilsufarið hafi ekki verið slæmt, enda hafa allir læknar bæjar-
ins kvartað mjög undan því, að þeir hefðu svo mikið að gera, að þeir
kæmust varla yfir það,
Reykdæla. 41 ferð út úr héraðinu. Samtals fór ég 5230 km (92 km
gangandi, 396 km riðandi og 4742 km í bíl).
Síðu. Eftirtektarvert, hve aðsókn að lækni hefur lítið aukizt, þrátt
fyrir aulcna velmegun og þar með hlutfallslega ódýrari læknishjálp.
Þetta virðist mér benda til þess, að hvernig sem annars stendur á,
vitji menn hér læknis, þegar þeir þurfa, en annars ekki.
Rangár. Ferðalög og sjúklingafjöldi alltaf að aukast, þrátt fyrir
fólksfækkun í héraðinu.
Keflavíkur. Héraðslæknir fór 1 sinni á viku í Sandgerði á vertíð-
inni og tók á móti sjúklingum i sjúkraskýli Rauðakrossins.
F. Augnlækningaferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar 1934 ferðuðust 4 augnlæknar
um landið á veguin heilhrigðisstjórnarinnar: Kristján Sveinsson,
augnlæknir í Reykjavík, um Vestfirði, Helgi Skúlason, augnlæknir á
Akureyri, um Norðurland, Bergsveinn Ólafsson, augnlæknir í Reykja-
vík, um Austfirði, og Sveinn Pétursson, augnlæknir í Reykjavík, um
Suðurland.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um ferðirnar:
,
10