Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 201
199
Höföahverfis. í Fnjóskadal er mæðiveikin komin á nokkra bæi, en
ekki hefur hennar orðið vart, svo að fullvist sé, nema á 2 syðstu bæj-
unum í Grýtubakkahreppi.
Vopnafj. Fjárpestir, garnaveiki og' kýlaveiki gerðu verulegan usla
í suðurbyggð héraðsins.
Vestmannaeijja. Mikið borið á hjartasjúkdómum i kúm, sem hafa
snöggdrepið þær margar.
24. Framfarir til almenningsþrifa.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Lokið byggingu ráðhússins. Er það mjög veglegt og að
öllu leyti vel vandað. 1 því eru bæjarskrifstofurnar, skrifstofa Sjúkra-
samlags Hafnarfjarðar, skrifstofa skattstjóra, Sparisjóður Hafnar-
fjarðar, og í litbyggingu, bak við aðalhúsið, er kvikmyndahús, sem
rúmar í sætum um það bil 300 manns. Kvikmyndahúsið er jafnframt
notað til leiksýninga. í smíðum er geysistórt hraðfrystihús. Blikk-
smiðja (sem einnig er bílaviðgerðarstöð) var reist, svo og trésmiðja.
Raftækjaverksmiðjan Rafha var stækkuð að mun.
Skipaskaga. Gerð bátabryggja austan við sildarverksmiðjuna, 100
metra löng, og var hennar mikil þörf. H/f Heimaskagi byrjaði smiði
á hraðfrystisúsi, stóru og fullkomnu, sem var langt komið um ára-
mót. Afköst hússins eiga að verða 20 smálestir fiskflaka á sólarhring.
Borgarnes. Til almennra framfara má telja stækkun hafnarbryggj-
unnar í Borgarnesi, svo að nú geta 2 skip legið við hana i einu og'
fengið afgreiðslu. Vatnsleiðslan er í góðu lagi, og undirbúningi undir
rafveitu frá Andakílsárfossunum var lokið og kaup fest á vélum frá
Svíþjóð.
Þingegrar. Nýbyggingar halda áfrani við héraðsskólann á Núpi. Er
þar nú líkast umhorfs sem í kaupstað væri. Byrjað er á lendingarum-
bótum í Núpsvogi, steyptur garður, bílgengur, og hafin vegagerð fyrir
bíla heim á skólastaðinn. A Þingeyri er hafin bryggjugerð, verið að
setja upp rafstöð með mótorafli og ráðagerð um byggingu nokkurra
nýrra íbúðarhúsa, sem þó strandar á efnisskorti.
Flategrar. Engin aukning' hefur orðið í atvinnulífinu hér frá því,
sem var í fyrra. Hraðfrystivélar voru settar upp í húsum kaupfélags-
ins á Flateyri, en atvinnuaukning varð engin við þetta, því að út-
gerðin er sú saina og var, fiskurinn bara unninn á tveim stöðum, í stað
eins áður, og í harðri samkeppni. Unnið hefur verið að stækkun hrað-
frystihússins hér, og nýtt hraðfrystihús er í smiðum á Suðureyri.
Munu þau bæði taka til starfa með vorinu. Menn gerðu sér, fyrir fá-
um árum, miklar vonir um trygga atvinnu við rikisreksturinn á síld-
arverksmiðjunni á Sólbakka, en nú horfa menn vonaraugum til þess,
að einhver einstaklingur fái keypt verksmiðjuna og starfrækt hana.
Haldið var áfram lagningu skólpveitunnar um Flateyrina, en öll ný-
breytni á örðugt uppdráttar. Menn þrjóskast við að nota hana.
Hestegrar. Bryggja gerð i Grunnavík, steinsteypt. Önnur eldri
mannvirki eru injög hrörnandi, svo sem Hesteyrarverksmiðjan og
hl-yMgjítn Þar.