Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 22
20
fíeykdæla. Faraldur.
Þistilfí. Gekk yfir i október og seint í desember og virtist óvenju
smitnæm, þvi a8 fáir sluppu. Fylgikvillar samt engir.
Vopnafí. Gerði allmikið vart við sig, einkum mánuðina marz—maí.
Þessa mánuði var hér norðaustan kalsaveður, og fylgir því jafnan
kvef.
Seyðisfí. Gekk alla mánuði ársins. Engin þung tilfelli eða fylgi-
kvillar.
Noi'&fí. Óvenju mikið um kvef allt árið. Yfirleitt væg sótt eða sóttir
með fáum fylgikvillum. 8 sinnum hef ég skráð sinusitis — helminginn
frontalis eingöngu.
Fáskrúðsfí. Gengur hér eins og í bylgjum yfir: Þegar einum kvef-
faraldri er lokið, byrjar annar nýr.
Mýrdals. Nokkru meira um kvef en árið áður, en að sama skapi
minna, ef frá er tekið „barkakvefið". Annars dreift á alla mánuði árs-
ins og vægt. Barkakvefið gekk vfir eins og inflúenza og lauk sér af á 2
inánuðum. Það var mjög vægt og læknis varla leitað nema vegna hæs-
innar. Beinverkir heyrðust helzt ekki nefndir, og fylgikvillar (nema
þá helzt hæsin) og eftirköst sem engin.
Vestmarinaeyja. Gerði einkum vart við sig í vorkuldunum og í haust.
Rangár. Slæðingur af kvefi alla mánuði ársins, eins og venja er til,
mest í börnum og' unglingum og svo fulltíða karlmönnum í sambandi
við heysótt.
Grimsnes. Aldrei verulega illkynja.
Keflavíkur. Geisar einkum í marz—júní. Leggst allþungt á börn.
Byrjar með slæmri barkabólgu, hæsi og jafnvel sogi, svo að börnin
ná varla andanum. Mörg börn allþungt haldin. 1 barn dó, sennilega
úr barkakrampa.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3,
S júklingafíöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl........ 68 68 8 „ 4 4 9 11 63 1
Dánir ....... 4 3 2 „ „ 1 1 1 2
Gerði aðeins vart við sig í einu héraði (Rangár), en breiddist ekki
út. Eru læknar yfirleitt vel á verði gegn veikinni, og er bólsetning
gegn henni iðkuð meira og meira, einkum í kaupstöðum og' þéttbýli.
Læknar láta þessa getið:
Bíldudals. Hef aldrei séð þessa veiki á ævinni, en er logandi hrædd-
ur við hana. Rauk ég því til og bólusetti öll börn, er ég náði til, á
aldrinum frá 6 mánaða til 14 ára, er ég frétti til veikinnar i Reykjavik
og á ísafirði (þ. e. árið áður). Ekki varð veikinnar vart hér.
ísafí. Gerði ekki vart við sig'.
Sauðárkróks. Eins og að undanförnu gaf læknir fólki kost á að fá
börn sín bólusett gegn barnaveiki, en aðeins örfáir notuðu sér það,
enda eru flest börn bólusett áður nenia hin allra vngstu.