Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 190
188
16. Tannlækningar.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfj. Ég gerði við tæpar 200 tennur. Enn þá eru þeir fleiri, sem
hirða ekki um að halda við tönnum sínum og láta rifa allt í burtu að
lokum eftir áralöng harmkvæli.
Borgarnes. Tannlækningar eru ekki framkvæmdar í héraðinu, en
ýmsir munu fá gert við tennur hjá héraðslækninum á Kleppjárns-
reykjum, auk þess sem margir fá gert við tennur sínar í Reykjavík.
Hólmavíkur. Tannlæknir hefur enginn komið, síðan ég kom. Tann-
smiður kemur árlega og hefur mikið að gera.
Blönduós. Tannlæknir dvaldist hér nokkra daga, en hafði lítið að
gera. Fólk hefur enn ekki vanizt því að notfæra sér vinnu þeirra.
Sauðárkróks. Enginn tannlækfiir hefur komið hér þetta ár, og verða
menn að leita til næstu kaupstaða til að fá gert við tennur, eða láta
taka þær að öðrum kosti. Tannsmiður, frú Margrét Hemmert, sem
hér er búsett, hefur starfað að tannsmíðum eins og að undanförnu,
og er að því mikið hagræði fyrir fólk.
Akuregrar. 1 starfandi tannlæknir er í bænum, og hefur hann
meira en nóg að gera, enda mun það vera allalmennt hér, að menn
vilji halda tönnuin sínum og láti heldur gera við þær, ef hægt er,
en draga þær út.
Seyðisfí. Vandræðaástand á öllu Austurlandi, og missir fólk tennur
sínar á unga aldri, þar eð ekki fæst gert við þær í tíma. Að vísu er
búsettur „tannlæknir“ á Eskifirði, en lítið mun hann fást við annað
en gervitannasmíði, og er það lítil raunabót.
Eyrarbakka. Ég hygg, að lítið sé um tannhirðingu, og tannviðgerðir
eru fátíðar —- allt of fátíðar. Hins vegar láta allmargir „hreinsa“ sig
og fá sér svo tilbúnar tennur. Eðlilegt er, að tannviðgerðir séu fátíðar,
því að það kostar ærna fyrirhöfn að fá þær gerðar. Tannviðgerðin
kostar ferð til Reykjavíkur og lengri eða skemmri dvöl þar. Tennur
voru dregnar, sem hér segir:
Konur .................... 258; úr þeim dregnar alls: 1093 tennur
Karlar ................... 199; — — — — 537 —
Börn (innan 12 ára) .... 16; — — — -— 22 —
Alls 473; úr þeim dregnar alls: 1652 tennur
Altekið var úr 5 konum og 3 karlmönnum. Vafalaust væri æskilegt,
að allur almenningur gæti átt greiðari aðgang að tannviðgerðum en
nú er, helzt án þess að þurfa að fara burtu úr sveit sinni til langrar
dvalar — og alls ekki úr héraðinu. Mætti sennilega ráða bót á þess-
ari vöntun með umferðatannlæknum, ef þá væri að fá. Umferðatann-
smiðir eru gagnslausir i þessu efni.
17. Samkomuhús. Kirkjur. Iíirkjugarðar.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Bréf gengu á milli borgarstjóra og héraðslæknis um hyggingu
líkgeymsluhúss í Fossvogskirkjugarði. Lagði héraðslæknir til, að
hyggt yröi yfir 20 lik a. m. k. Úr framkvæmdum varð ekki.