Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 24
22
Rvík. Enginn sjúklingur er talinn fram á árinu, hvorki á mánaðar-
skrám né í fæðingabókum starfandi ljósmæðra í bænum. En í sjúkra-
búsinu Sólheimum er getið um 23 ára gamla konu, sem lá þar í barns-
fararsótt tæpa 3 mánuði, og i sjúkrahúsi Hvítabandsins er talinn fram
1 sjúklingur, sem fékk barnsfararsótt eftir fósturlát. Loks er getið um
1 sjúkling í St. Jósepsspítala. Öllum þessum sjúklingum batnaði.
Hafnarff. Ekkert tilfelli skrásett á árinu.
Borgarff. 1 kona veiktist af barnsfararsótt eftir eðlilega fæðingu.
Batnaði tiltölulega fljótt við súlfalyf.
Flategrar. 2 tilfelli, bæði væg, og bötnuðu fljótlega við súlfaþíazól-
gjöf-
Reykjarff. Ekki getið um barnsfararsótt. Sængurkonur sjaldan
mældar.
Miðff. 1 vægt tilfelli.
Blönduós. Hefur ekki komið fyrir, en sængurkona fékk þó dálitla
æðabólgu með nokkrum hita, sem hvarf þegar við súlfanilamíð.
Sauðárkróks. 1 tilfelli, vægt. Batnaði til fulls við súlfanilamíð.
Barnið líflítið og dó nokkrum klukkutímum eftir fæðinguna.
ólafsff. 1 tilfelli, vægt. Batnaði fljótt við prontosílmeðferð.
Akuregrar. Aðeins 1 tilfelli hefur komið fyrir af barnsfararsótt á
árinu. Nokkrar konur munu þó hafa fengið einhvern hita í sængurleg-
unni, en sá hiti hefur ekki verið talinn stafa af barnsfararsótt. 1 kona
dó úr anaemia og splenomegalia eftir barnsburð, en ekki var þar um
neina infectio puerperalis að ræða.
Beruff. 2 tilfelli, ekki skráð. Önnur konan fékk nokkru eftir fæð-
ingu legbólgu og mjög háan hita. Batnaði fljótt og vel við súlfadíazín.
Hin fékk æðabólgu og er nú á batavegi.
Keflavíkur. Kona í Miðneshreppi fékk barnsfararsótt og lá með mjög'
liáum hita í % mánuð, en batnaði upp úr því (prontosíl). Önnur fékk
brjóstamein þrátt fyrir prontosíl.
6. Gigtsótt (febris x'heumatica).
Töflur II, III og IV, 6.
Sjúklingafföldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl......... 160 91 97 105 79 75 85 117 95 83
Dánir ........ 2 2 1 1 „ 1 „ „ 1 „
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Nokkur tilfelli á víð og dreil'.
Borgarff. Kona um fimmtugt lá lengi, þungt haldin.
ísaff. 2 piltar veiktust, en þeir höfðu áður haft sjúkdóminn. Fengu
hann báðir upp úr hálsbólgu.
Hofsós. Er að vísu ekki á mánaðarskrá, en telja mun þó mega 2
væg tilfelli.
Akureyrar. Læknar hafa getið um 2 tilfelli, en í hvorugu hefur
sjúkdómurinn verið mjög þungur.
Mýrdals. Maður á fimmtugsaldri veiktist hastarlega með háum hita.
Bólgnuðu ýmsir liðir, en einkum annað hnéð, svo að gera varð ítrek-