Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 34
32
ísafi. Kom á 2 heimili, sem höfðu mikinn samgang. Barst frá Siglu-
firði. Veikin mjög væg. Stutt einangrun stöðvaði frekari útbreiðslu
hennar.
Sauðárkróks. Hafði ekki orðið vart frá því í maí 1943, þar til í marz
þetta ár. Kom þá upp 1 tilfelli á Sauðárkróki, en í apríl brýzt ut smá-
faraldur, sem svo fjarar út smátt og smátt, og er síðasta tilfellið skráð
í júlí. Alls eru skráðir 18 sjúldingar frá 12 heimilum, 11 heimilum á
Sauðárkróki og 1 í sveitinni. Flest tilfellin voru mjög væg, og bar lítið
á fylgikvillum.
Akureyrar. Nokkur tilfelli fyrra hluta ársins, öll mjög væg, að einu
undanteknu, en það var 10 ára stúlkukrakki, sem fékk slæma skar-
latssótt og upp úr henni myocarditis, sem dró hana til dauða eftir
nokkra mánuði. Nokkur tilfellanna einangruð í sóttvarnarhúsi Akur-
eyrar, en önnur í heimahúsum, og í öllum tilfellunum var beitt sótt-
varnarráðstöfunum.
Hornafi. 1 allmikið vafatilfelli, ert einangrun viðhöfð eftir föngum.
Sótthreinsun fór fram á eftir.
Mýrdals. Telpa frá Reykjavík, nýkomin til sumardvalar, fékk væga
skarlatssótt. Einangruð á heimilinu hér í Vík, en flest fólk þar hafði
áður fengið sjúkdóminn. Sjúklingnum batnaði vel. Sótthreinsað.
Veikin breiddist ekki út.
Rangár. Kom upp í farskólanum í Asi í Asahreppi. 9 börn voru í
skólanum. Þar af sýktust 8. Skólanum strax lokað, er vitað var um
veikina, og öll heimilin, sem áttu börn í slcólanum, einangruð. Upp-
runi óviss. Breiddist ekki frekara út fyrir heimili hinna sýktu skóla-
barna. Sótthreinsað var á öllum hinum sýktu heimilum. 2 harnanna
urðu allþungt haldin. Engin slæm eftirköst.
Eyrarbakka. Stakk sér niður á Selfossi. Útbrot lítil og' ekki tvímæla-
laust sérkennileg. Ég skoðaði þó 2 sjúklinga með ótvíræða skarlats-
sótt.
Grímsnes. Kom fyrir á 2 stöðum í héraðinu, sitt í hvorri áttinni. Á
öðrum staðnum var urn fjölskyldu úr Reykjavík að ræða. Var mjög
væg.
Keflavíkur. 2 tilfelli. Barst i bæði skiptin frá Reykjavík. Væg.
16. Kikhósti (tussis convulsiva).
Töflur II, III og IV, 16.
Sjúklingafiöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl......... 8267 88 „ „ „ „ 290 4413 39 7
Dánir ........ 123 1 „ „ „ „ „ 48 5 „
Stakk sér aðeins niður í einu héraði (Stykkishólms) í árslokin, og
er óljóst, hvort enn geta verið eftirhreytur landsfaraldursins 1941—
1943, eða borizt hefur að af nýju, nema á milli mála fari um skrán-
inguna.