Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 42
I
40
Fylgikvillar voru þessir helztir: Prostatitis acuta 6, epididy-
niitis 12, salpingitis 6, arthritis gonorrhoica 2.
Syphilis. Sjúklingar með þenna sjúkdóm voru samtals 55 nýir á
árinu, þar af 4 útlendingar. 12 sjúldinganna voru konur, allar ís-
lenzkar, 43 karlar. Eftir aldursflokkum skiptust sjúldingarnir þannig:
Aldur, ár 15—20 20—30 30—40 40—60 Yfir 60 Samtals
Syphilis M. K. M. K. M. K. M. K. M. K.
primaria ......... 1 „ 27 1 5 „ „ „ „ „ 34
secundaria......... 1 8 8 2 „ „ „ „ „ 19
tertiaria ......... ,, ,, „ ,, 2 ,, „ ,, ,, 2
congenita ........ ,, „ ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,,
Samtals 1 1 35 9 7 2 „ „ „ „ 55
42 af þessum sjúklingum luku við lækningu á árinu og voru -5-
við síðustu rannsókn, 10 höfðu enn ekki lokið lækningu við áramót,
en 3 vanrækt að láta ljúka lækningu sinni til fulls, og verður ekki
sagt nieð vissu um afdrif þeirra. Af þeim 12 konum, sem skrásettar
eru á árinu með þenna sjúkdóm, eru 4 giftar. Alvarleg slys eða fylgi-
kvillar við meðferð þessara sjúklinga hafa ekki komið fyrir á þessu
ári. Eins og fyrri ár hafa langflestir þeirra karla, sem fengið hafa
þenna sjúkdóm á árinu, smitazt í enskum hafnarborgum. Einungis
5—6 þeirra smituðust hér á landi. Það verður aldrei ofbrýnt fyrir
íslenzkum sjómönnum, hver hætta þeim er búin af vændiskonum i
þessum hafnarborgum.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Lekandi fór talsvert í vöxt í héraðinu á árinu, miðað við næstu
ár á undan. Bar meira á honum síðara helming ársins. Af skráðum
sjúklingum voru aðeins 4 útlendir. Sárasóttarsjúklingarnir heldur
færri en næsta ár á undan. Af þeim einnig aðeins 4 útlendir. Linsæri
kom elcki fyrir í héraðinu á árinu, svo að vitað sé.
Hafnarff. Lekandasjúklingar áreiðanlega fleiri en skráðir eru, og
margir fara þar að auki til sérfræðingsins í Reykjavík.
Borgarff. Varð ekki vart.
Patreksff. Franskur maður var til meðferðar vegna sýfílis á 1. stigi.
Var tekinn í land af togara og fór skömmu síðar til Englands til
frekari meðferðar.
Flateijrar. Varð ekki vart á innanhéraðsfólki, en mín vitjuðu 3 sjó-
menn af togurum með urethritis gonorrhoica og 2 með syphilis pri-
maria, og voru báðir sendir Hannesi Guðmundssyni til meðferðar,
cnda heimilisfastir í Reykjavík.
ísaff. Nokkur tilfelli, allt sjómenn í siglingum, sem leituðu læknis,
þegar er þeir komu í land, voru lengur á Jeiðinni en sem svaraði með-
göngutímanum. Þó smitaðist ung dóttir eins i rúmi hjónanna, og varð
sjúkdómurinn eigi læknaður á henni, fyrr en hún fékk penicillín, alls
100000 einingar. Ekkert tilfelli af sárasótt. Svo gott hefur ástandið
ekki verið í þeim efnum síðan 1940.
Ögur. Ekkert tilfelli.
Blönduós. Innanhéraðsmaður, sem hafði verið nolíkra mánuði að
lieiman, smitazt af lues og verið tekinn til meðferðar í Revkjavík,