Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 33
31
og við einstök tilfelli rauðra hunda, og er eflaust oft vafasöm sjúk-
dómsgreining.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Örfáir skráðir.
Eyrarbakka. Nokkrir sjúklingar á Selfossi, en sóttin breiddist ekki
út þaðan. Barst úr Reykjavík. Annars hef ég þá játningu að gera, að
ég treysti mér ekki til að fullyrða, að greining mín á sjúkdómnum
frá skarlatssótt sé rétt.
15. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 15.
S júklingafjöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl......... 109 70 288 197 64 33 158 321 456 261
Dánir ........ 2 2 „ „ 1 „ „ 1 2 1
Er fyrir löngu landlæg sótt. Var í öldudal í ófriðarbyrjun, en þá
reis skarlatssóttaralda, er náði hæst á síðast liðnu ári. Á þessu ári
tekur hún að falla, og' urðu þó allmikil brögð að veikinni í Reykjavík.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Skarlatssóttarfaraldurinn frá árinu 1943 hélt áfram á þessu
ári. Mest kvað að honum fyrra hluta ársins, einkum í febrúar og marz.
Veikin allþung í sumum, og 1 sjúklingur, 26 ára gömul kona, dó úr
henni.
Skipaskaga. Kom í héraðið í júní og júlí, en í hvorugt skiptið voru
það héraðsbúar, sem sýktust. í júní kom veikin upp í skála K. F. U.
M. í Vatnaskógi, og var sjúklingurinn, Reykvíkingur, þegar fluttur á
sóttvarnarhús í Reykjavík, en skálinn sótthreinsaður. 1 júlí kom
veikin upp meðal aðkomufólks úr Reykjavík, sem var í sumardvöl
inni í Hvalfjarðarbotni. Fólk það, sem hér um getur, leitaði ekki
Iæknis og er ekki á skrá.
Borgarjj. Kom upp á Skáney í Reykholtsdal og fáum dögum síðar í
Reykholti, og þar mun Skáneyjarsjúklingurinn hafa smitazt. Veikin
varð stöðvuð, svo að ekki veiktust nema 4 í Reykholti og 1 á Skáney.
Veikin létt og án fylgikvilla. Hálsbólga gekk í Reykholti samtímis
skarlatssóttinni, og var oft erfitt að greina þar á milli. Nokkrir fleiri
voru einangraðir, en sleppt aftur.
Borgarnes. Sumardvalardrengur nýkominn úr Reykjavík veiktist af
skarlatssótt og var fluttur þangað á stundinni.
Ólafsvíkur. Vart varð nokkurra „roðasóttartilfella“, þar sem ekki
virtist um rubeolae að ræða, en ég hef sönnun fyrir því, að öll þessi
tilfelli voru ekki scarlatina: Ekkert barn fékk í hálsinn, nema það
hefði vondan háls fyrir. Á einu heimili veikjast í einu kona um fimm-
tugt, er hafði fengið skarlatssótt áður, og barn, og var greinilega um
sömu veikina að ræða. Enginn fékk nephritis. Hef ég því ekki talið
veikina skarlatssótt.
Dala. 1 tilfelli, aðkomubarn í sumardvöl á barnaheimilinu á Staðar-
ielli. Var einangrað og fékk súlfalyf. Engin frekari útbreiðsla.