Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 114
112
Heilsiivei'ndarstöðvar.
1. Heilsuverndarstöð Reijkjavíkur.
Berklavarnir. ÁriÖ 1944 voru framkvæmdar 14886 læknisskoð-
anir (15146 árið 1943) á 8009 sjúklingum (8693). Tala skyggninga
var 12726 (14056). Annazt var um röntgenmyndatöku 662 sinnum
(659). Auk þess voru framkvæmdar 2889 loftbrjóstaðgerðir (3165).
104 (119) sjúklingum var útveguð sjúkrahúss- eða heilsuhælisvist.
Berklapróf var framkvæmt á 1331 (1253) manns, einkum börnum og
unglingum. Enn fremur var annazt um 1056 (881) hrákarannsóknir.
Auk fjölda ræktana úr hrákum var 23 (21) sinnum ræktað úr maga-
skolvatni. Séð var um sótthreinsun á heimilum allra smitandi berkla-
sjúklinga, er til stöðvarinnar leituðu á árinu. Skipta má þeim, sem
rannsakaðir voru, í 3 flokka): 1) Visað til stöðvarinnar og rannsak-
uðir þar i fyrsta sinn: Alls 2841 manns (3037), karlar 904 (933), konur
1124 (1253), börn (yngri en 15 ára) 813 (851). Meðal þeirra reyndust
118, eða 4,2% (150, eða 4,9%) með virka berklaveiki. 30 þeirra, eða
1 % (39, eða 1,3%), með smit eða holur í lungum). 2) Þeir, sem voru
undir eftirliti stöðvarinnar og henni því áður kunnir að meira eða
minna leyti frá fyrri tíð: Alls 3121 (3063) manns, karlar 945 (896),
konur 1504 (1456), börn 672 (711). Meðal þeirra fannst virk berkla-
veiki í 139 eða 4,3% (149, eða 4,9%). 35 sjúklingar, eða 1,1%, höfðu
smitandi berklaveiki í lungum (41, eða 1,3%). 3) Þeir, sem stefnt
hefur verið til stöðvarinnar sökum hópskoðana í ýmsum stéttum:
Alls 1947 (2593). Meðal þeirra fundust 2 með virka berklaveiki, eða
0,1% (9, eða 0,35%), og reyndust báðir vera með smitandi berkla.
Hjúkrunarkonur fóru 1350 eftirlitsferðir á heimili berklasjiiklinga.
Ungbarnavernd. Hjúkrunarkonur fóru í 10438 vitjanir á
heimili til 1492 ungbarna. Stöðin fékk 672 nýjar heimsóknir og 1447
endurteknar heimsóknir. 278 börn hafa notið ljósbaða á stöðinni
2905 sinnum. 34 börn voru bólusett gegn barnaveiki í fyrsta sinn og
45 tvisvar sinnum. Heimsóknardagar að viðstöddum lækni voru 4
sinnum í viku.
E f t i r 1 i t m e ð b a r n s h a f a n d i k o n u m. 2362 skoðanir fóru
fram á barnshafandi konum. Þar af komu 802 konur í fyrsta sinn.
Ljósmóðirin fór í 718 vitjanir á heimilin til barnshafandi kvenna,
þar af 390 eftirlitsferðir fyrir Sjúkrasamlag Reykjavíkur Heimsókn-
artími fyrir barnshafandi konur var tvisvar í viku.
Stöðinni hafa borizt lýsis- og fatagjafir eins og undanfarin ár, og
hefur því verið útbýtt til þeirra, er þess hafa þarfnazt. Lýsisgjafir
voru 400 lítrar, og fatagjafir, aðallega á ungbörn, námu ca. kr. 2300.00.
2. Heilsuverndarstöð ísafjarðar.
B er k 1 av ar ni r. Rannsóknir alls 1485 á 968 manns, þar af nýir
578. Reyndust 68, eða 7,0%, hafa virka berklaveiki. 7 sjúklingar,
éða 0,7%, höfðu smitandi berklaveiki. Röntgenskyggningar 1485.
Röntgenmyndir 18. Hrákarannsóknir 56. Sökkrannsóknir 59. Berkla-
próf 90. Loftbrjóstaðgerðir 7 (á ótilgreindum fjölda sjúklinga).
Ungbarnavernd. Alltaf nokkuð rækt (sjá umsögn héraðslæknis
hér á eftir).