Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 100
98
Lux. (subluxatio) radii perannularis ................... 3
— ulnae ............................................. I
— carpi ............................................. 1
— digti manus ....................................... 3
— menisci .......................................... 9
— patellae .......................................... 1
— talo-cruralis ..................................... 1
-----58
Samtals 396
VI. Geðveikir, fávitar, daufdumbir, málhaltir,
heyrnarlausir, blindir og deyfilyfjaneytendur.
Töflur XV—XVI.
Skýrslur hér að lútandi hafa borizt úr öllum héruðum nema einu
(Hróarstungu), en skýrslan úr Rvík tekur þó aðeins til daufdumbra
og' blindra. Allri þessari skýrslugerð er auðsjánlega jafnan mjög áfátt.
Læknar láta þessa getið:
Um geðveika.
Borgarff. 2 geðveikir, miðaldra systkin á sama bæ, ekki veik að
staðaldri.
Borgarncs. Geðveikir eru engir í héraðinu sem stendur.
Patreksff. Maður, sem áður hafði verið geðveikur, varð alveg óður.
Mjög erfiðlega gekk með gæzlu á honum, þar til tókst að koma hon-
um á Klepp, en það tók nokkurn tíma, því að allt var yfirfullt eins og
oft áður.
ísaff. 1 geðveikur bættist við á árinu, kona með paranoia minor, en
engum batnaði. Geðveikradeild elliheimilisins starfaði eins og áður.
Þar verður að troða inn öllum, sem veikjast, því að enginn kemst á
Klepp, þótt þessi væri full þörf.
Ólafsff. Sama geðveika konan, sem getið var um í síðustu ársskýrslu.
eignaðist 5. barnið á árinu. Alltaf sömu vandræði með hana. Henni
og manni hennar lileypt saman aftur, og hreppurinn leigði handa
þeim „húsnæði“, sem ég hefði ekki viljað handa hundinum mínum.
G.uðs mildi, að rottur átu ekki krakkana upp til agna. Pilturinn, sem
skráður er, var fluttur til Reykjavíkur, fyrst á sjúkrahús, en var síðan
komið fyrir á elliheimilinu Grund til vinnu. Annars eru geðveikra-
málin með þeim endemum, að ekki veitti af að bæta úr.
Akuregrar. Alltaf talsvert um geðveikt fólk, og gengur stöðugt jafn-
illa að sjá því fyrir viðunandi vistarveru, eða fá nokkurn til að gæta
þess í heimahúsum.
Vestmannaegja. Sömu vandræði og áður að koma frá sér geðveiku
fólki og taugabiluðu, sem nauðsynlega þarf hælisvistar. Mannfæð á
heimilum veldur stórvandræðum, þar sem vfirleitt engin húshjálp