Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 28
26
9. Inflúenza.
Töflur II, III og IV, 9.
Sjúklingafföldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl. 11229 212 21977 1301 5326 157 9670 625 12969 1949
Ðánir 23 5 87 „ 27 2 38 2 36 4
í byrjun ársins aðeins nokkrar eftirstöðvar faraldurs frá árinu áð-
ur, einkum vestan- og austanlands. Um vorið er og skráður nokkur
inflúenzufaraldur, einkum á Akureyri og i grennd, en talin vafasöni
inflúenza, og kemur það heim við þá reglu, að inflúenza gekk mjög
almennt árið fyrir, og reynslan er, að ónæmið endist næsta ár.
Læknar láta þessa getið:
Rvílc. Aðeins skrásettir 8 sjúklingar í janúar, og eru það síðustu
leifar faraldursins, sem gekk síðustu mánuði ársins 1943.
Skipaskaga. Þegar kom fram i nóvember, fór kvefsóttin, er gengið
hafði, að haga sér öðru vísi, og virtist ljóst, að um inflúenzu væri að
ræða. Hélzt sá faraldur út árið.
Bíldudals. Barst hingað í ársbyrjun, sennilega frá Dýrafirði. Nýr
faraldur barst hingað í héraðið i maí og þá sennilega frá Reykjavík.
Yfirleitt var veikin fremur vajg og' engin alvarleg eftirköst.
Þingegrar. Faraldur í ársbyrjun. Væg. Náði lítilli xitbreiðslu.
Hóls. Væg' og án fylgikvilla.
ísaff. Nokkur tilfelli fyrstu daga ársins, eftirhreytur frá síðara
inflúenzufaraldrinum 1943.
Ögur. Desemberfaraldurinn frá 1943 entist fram í janúar í ár. Þá
veiktust allir nemendur unglingaskólans í Reykjanesi, skömmu eftir
að hann byi-jaði.
Hólmavíkur. Kom rétt fyrir áramótin og stóð yfir fram í janúar.
Var yfirleitt frekar væg — en tók marga, bæði unga og gamla.
Sauðárkróks. Inflúenza engin talin, en kveffaraldurinn í april líktist
þó inflúenzu.
Hofsós. Nokkur tilfelli skráð fyrra hluta árs, en hefði sjálfsagt mátt
telja fleiri, sem þá hafa veiáð skrásettir með kvefsótt, og var ekki ætið
vitanlegt, um hvora farsóttina væri heldur að ræða.
Ólafsff. í maímánuði kom upp dálítil kvefalda, er ég greindi sem
inflúenzu, en var mjög væg og gekk ftjótt yfir.
Akureyrar. Vægur faraldur gekk hér í apríl og maí. Sjúkdómurinn
yfirleitt léttur og mjög lítið um fylgikvilla. Oft erfitt að greina á milli,
livort um infliíenzu eða kvef væri að ræða.
Þistilff. í janiiar eftirhreytur af veikinni frá fyrra ári. Gekk siðan
yfir í maí, og tóku menn hana þá mjög almennt.
Vopnaff. Faraldurinn, sem hér gekk í nóvember og desember 1943
entist fram yfir áramót og gerði litils háttar vart við sig í jamiar.
Norðff. Aðeins i ársbyi'jun taldir nokkrir sjúklingar.
Fáskrúðsff. Gekk fyrstu mánuði ársins og var framhald þess far-
aldurs, sem gekk hér í desember 1943.
Mýrdals. Eftirstöðvar frá fyrra ári i janiiar.