Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 26
24
ísaff. Gamall smitberi, öldruð kona, dvelst enn i sjúkrahúsi ísa-
fjarðar og hefur verið þar í mörg ár.
Ögur. 1 tilfelli kom fyrir á árinu á sama bæ og árið 1942. í þetta
skipti veiktist barn, sem var í sumardvöl á heimilinu með móður
sinni. Móðirin hafði áður fengið taugaveiki. Annað barn, sem einnig
dvaldist á heimilinu sumarlangt, slapp. Annað heimilisfólk, 2 konur
og 1 karlmaður, höfðu áður fengið taugaveiki. 3. lconan, sem héraðs-
læknir grunaði sem smitbera, var nú látin. Af hinum konunum er það
að segja, að önnur fékk taugaveikina fyrir ca. 12 árum, og hlaut því
sterkur grunur að falla á hana sem smitbera, bæði nú og' eins 1942.
Hún var því lögð á sjúkrahús ísafjarðar til rannsóknar, en ekkert
sannaðist. Á heimilinu var slæmt vatnsból og enginn kamar. Á árinu
lézt húsbóndinn, og fluttust þá konurnar, sem eftir voru, burt til ísa-
fjarðar, og er jörðin síðan i eyði.
Blönduós. Taugaveikissmitberi er í héraðinu og hefur verið alllengi.
tír öðrum tók ég gallblöðruna 1937, og hefur enginn svkzt hér siðan
af taugaveiki.
Vestmannaeyja. Enginn, síðan sóttberinn O. B-dóttir dó, en þó ætlar
fólkið aldrei að geta skilið, að sýnilega heilbrigðir menn geti flutt
hættulegar sóttir.
Grimsnes. Eftir 12 ára hlé kom nú taugaveiki upp í héraðinu á
þessu ári. Fyrsta tilfellið í janúar. Var það unglingspiltur á næsta bæ
við heimili smitberans, sem talin hefur verið (Á. Þ-dóttir). Hafði pilt-
urinn fengið veitingar á heimili smitberans, 12 dögum áður en hann
lagðist. Bólusetti ég nú allt heimilisfólkið á hinu sýkta heimili gegn
taugveiki. Þegar því var að verða lokið, veiktist bróðir piltsins af
léttri taugaveiki. Höfðu bræðurnir sofið i sama rúmi fyrstu dagana.
áður en læknis var vitjað. Báðum þessum piltum batnaði eftir hæfi-
legan tíma. Síðast liðið vor hugði fjölskylda áður nefndrar konu að
breyta til og flytjast til Reykjavíkur, til dóttur hennar þar. Kom þá los
á heimilið, á meðan veríð var að ganga frá íbúð fjölskvldunnar í
Reykjavík. Fór bóndinn í kaupavinnu á bæ í sveitinni, en A. Þ-dóttir
var kyrr heima. Um mánaðamótin sept.—okt. veikist 12 ára gömul
telpa á bænum, þar sem bóndinn var nýfarinn úr kaupavinnunni.
Sterkur grunur var um taugaveiki, en Vidalspróf reyndist neikvætt
á 10. sjúkdómsdegi. Var nú telpunni komið á spítala í Reykjavík, og
fór þar á sömu leið, að Vidal reyndist neikvæður, og ekkert fannst í
saur eða þvagi, fyrr en telpunni var að byrja að batna, en þá tókst að
rækta taugaveikissýkla frá hægðunum. Varð Vidalspróf þá loks já-
kvætt. Var nú hafizt handa um rannsókn heimilisfólks á bæ telp-
unnar. Fannst þar ekkert. Var nú einnig sent þvag og saur frá manni
Ö. Þ-dóttur, kaupamanninum. Fundust taugaveikissýklar við fyrstu
rannsókn. Voru nú bæði hjónin send á Farsóttahúsið i Reykjavík til
frekari rannsóknar. Staðfestist þá smitburður mannsins, en ekkert
fannst i konunni. Síðan hefur verið gerð cholocystectomia á mann-
inum, ef takast mætti að losa hann við smitburðinn. Heimilisfólkið
á bæ telpunnar var allt bólusett gegn taugaveiki.