Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 92
90
Ólafsvilcur. Beinbrot 3. Slysasár 4. Bruni 2. Tognanir 8. Mar 6.
Dala. 3 ára telpa hellti yfir sig vatni. Contusiones 2, distorsio
pedis 3, lux. humeri 1, kona um ferugt datt af baki, fract. metatarsi 1,
Collesi 2, claviculae 1, costarum 1.
Reykhóla. Slysfarir fáar og óverulegar.
Bíldudals. Engin stórvægileg slys hafa komið fyrir á árinu, en dá-
lítið um minna háttar meiðsli.
Þingeyrar. 1 sjómaður, miðaldra, datt út af skipi og drukknaði.
27 ára smiður kom hingað til stuttrar dvalar hjá foreldrum sínum.
Hann átti heima í Reykjavík, var nýgiftur og kom hingað með konu
og barn á 1. ári. Fór hann sér til skemmtunar að sigla smábát, sem
faðir hans átti, hér á firðinum. Bátnum hvolfdi, og maðurinn
drukknaði.
Flateyrar. Fá slys og ö!I smávægileg nema eitt: 18 ára piltur í Súg-
andafirði renndi sér niður fjallshlið á sleða, kom á grjótvegg, lærbrotn-
aði, braut í sér nokkur rif, fékk heilahristing, en engan áverka var að
sjá á höfðinu og engar blæðingar úr vitum. Hann var sendur til Isa-
fjarðar og andaðist þar úr heilablæðingu, eftir því sem mér skildist.
Vulnera diversa 25, contusiones et distorsiones 22, ambustiones 2,
fract. femoris 1, costarum 3, claviculae 1, corpora aliena 4.
Hóls. Barn 1 árs hafði drukkið steinolíu. Var mjög fölt í andliti og
meðvitundarlaust. Pupillae þröngur. Fékk brátt meðvitund og hresst-
ist, efir að maginn hafði verið tæmdur. Rifbrot og viðbeinsbrot sam-
tals 6 sinnum. Fract. radii typica tvisvar, infractio radii 1. Corpora
aliena tekin 8 sinnum. Gert að brunasárum 7 sinnum. 1 barn brann
á andlitshelmingi og öxl sama inegin, upphandlegg framanverðum og
framhandlegg miðjum. 3. stigs bruni á framhandlegg á rúmlega tví-
eyrings stærð. Fór vel, að öðru leyti en því, að á eftir kom kelóíð í örið,
er síðan hefur minnkað nokkuð og orðið ljótara á litinn. Andlitið varð
jafngott. Gert var að sárum 25 sinnum, ýmist aðeins búið um, klemmt
eða saumað.
ísafj. Slys með minna móti og engin dauðaslys við sjóróðra, og er
það nýlunda hér, en tíðarfar var með betra móti á árinu. Drukknun:
Drengur, 6 ára, var að leika sér í báti við bryggjuna. Hann datt í sjó-
inn og var andaður, er hann náðist. Iúmlesting við árekstur: Unglings-
piltur í Súgandafirði renndi sér á sleða ofan snarbratta hlíð, rakst á
símastaur á fleygiferð. Hann var fluttur rænulaus hingað á sjúkra-
húsið, komst aldrei til ráðs, en dó eftir tæpan sólarhring. Hann var
lærbrotinn, rifbrotinn á 3 rifjum með contusio cerebri & thoracis.
Fract. baseos cranii: 24 ára sjómaður var að stokka upp lóðir í lok-
uðum hliðargangi í stórum mótorbáti á djúpmiðum, er ölduhnútur
reis við hlið bátsins, brauzt í gegnum hliðarganginn og skellti mann-
inum upp að innra gangveggnum með svo miklu afli, að hauskúpan
brotnaði. Komst til fullrar heilsu. Fract. cranii partis petrosi: 45 ára
sjómaður á færeyskum togara varð fyrir vír og slengdist á karm um-
hverfis þilfarsop. Komst til fullrar heilsu. Fract. cruris d. complicata:
Enskir voru að taka lagið i brimlendingu í Aðalvík. Lendingin mis-
tókst, bátnum sló flötum, og varð einn undir honum. Lá um hríð hér