Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 82
80
þess hafði hún pyelonephritis. 38 ára fjölbyrja dó úr lungnaembolia,
5 dögum eftir að hún fæddi. Vanskapnaðir voru 4, þessir: 1) anen-
cephalus, 2) hafði stórt belgæxli á hægri rasskinn, dó tæpum sólar-
hring frá fæðingu, 3) pes varo-equinus á báðum fótum, 4) 2 þumal-
fingur á hægri hönd. Auk þessara 4 vansköpuðu barna er með vissu
vitað um 2 önnur, enda þótt hlutaðeigandi ljósmæður geti þeirra ekki
í fæðingarbókum sínum. Þau voru bæði lögð í St. Jósepsspítala og
skorin þar, en dóu eftir stuttan tíma. Annað hafði atresia jejuni, en
hitt spina bifida Iumbosacralis.
Hafnarfí. Yfirsetukona tilfærir 2 konur með fósturlát, og á sjúkra-
húsi Hafnarfjarðar var gerð evacuatio uteri á 7 konum vegna abortus
incompletus.
Borgarfí. Vitjað einungis til að herða á sótt eða deyfa. Enginn
abortus provocatus, né heldur farið fram á slíkt. Fáir leita ráða um
getnaðarvarnir.
Skipaskaga. Fæðingar með flesta móti. Læknisaðgerðir við fæð-
ingar eins og áður Iangflestar deyfingar.
Borgarnes. Flestar fæðingar var ég viðstaddur til að deyfa konuna
og herða á sótt með pitúitrini. 26 ára pluripara fæddi eftir 2 sprautur
pitúitríns fullburða, og að því er virtist, hraust barn, en það dó eftir
tæpa 2 sólarhringa snögglega, án þess að orsakir yrðu tilgreindar. 37
ára primipara, rig'id, sitjandafæðing: Vatn rann í byrjun fæðingar.
Pitúitrín og síðan framdráttur í svæfingu. Barnið mjög líflítið, en
tókst eftir langa mæðu að koma andardrætti í gang'. Var samt mjög
líflítið og dó eftir 1% sólarhring. 16 ára unglingsstúlka, primipara:
Þrengsli og adynamia. Pitúitrín og andvana barn tekið með töng, þeg-
ar færi fékkst. Auk þess lögð töng á höfuð hjá 28 ára primipara með
rigid perineum og á sitjanda hjá 19 ára primipara, sem hvort tveggja
gekk vel, og lifandi börn. Hef ekki orðið fósturláta var.
Ólafsvíkur. Engri konu hlekktist á við fæðingu. Hjá 1 konu (í
minni tíð) kom andvana barn í sitjandafæðingu. Er það annað barnið,
er hún fæðir þannig, hvort tveggja smá börn. Partus praecipitatus:
II-para, Ólafsvík. Eiginmaður konunnar kom í hendingskasti og sagði,
að kona sín, vanfær, sem átti eftir a. m. k. 6 vikur til tals, hefði
rniklar kvalir í kviði. Hljóp ég þangað, og var konan þá langt komin
að fæða. Fæddi hún þarna í snarkasti meybarn, er vó 1500 g, og var
það ófullburða. Var í vöggu sett og hafður hitapoki hjá næsta hálfan
mánuð, og lifði barnið. Asphyxia foetus: Il-para. Sitjandafæðing,
og náðist andvana sveinbarn. Hafði hún áður átt sveinbarn með sama
hætti. Lífgunartilraunir á barninu báru engan árangur.
Dala. 4 sinnum staddur við fæðingu. Lagði á töng í eitt skipti. Það
var primipara, 19 ára, og hafði fæðing þá staðið yfir í 3 daga. í
annað skipti þurfti að lagfæra þverlegu, hægri öxl bar að, og tókst
það með ytri kollvendingu í svæfingu. í hin 2 skiptin þurfti að örva
hríðir lítils háttar með pitúitríni.
Reykhóla. Viðstaddur 4 fæðingar. Aðeins 1 þeirra nokkuð erfið,
en gekk þó án annarra aðgerða en pitúitríngjafar og' klóróformdeyf-
ingar. Eitt sinn föst fylgja, annars aðeins óskað deyfingar. Vissi að-