Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 67
65
28. Pneumoconiosis. Emphysema pulmonum.
Dala. 4 ný tilfelli á skrá á þessu ári. Auk þess var mér kunnugt um
7 sjúklinga með þenna kvilla frá árinu áður.
Rangár. Heysótt virðist ætla að fara að verða mjög algengur og
alvarlegur kvilli í karlmönnum, sem annast skepnuhirðingu á vetrum.
Virðist mér það mjög fara í vöxt, hvað menn þola illa að „vera í
heyi“, eins og það er orðað, og verða þó nokkrir bændur að hætta bú-
skap vegna þessa kvilla, þar sem þeir verða oft og einatt algerlega
ófærir til vinnu vegna heymæðinnar og asthmakasta, sem oft eru
henni samfara.
29. Polysarcia.
Dala. 2 tilfelli.
30. Psychosis manio-depressiva.
Dala. 24 ára gamall maður, til heimilis á Hellu á Fellsströnd, hafði
verið daufur og fátalaður nokkurn tíma. Varð hann skyndilega óður
að morgni 10. marz með miklu málæði. Nokkru síðar fluttur á Klepp.
Mikið um geðveiki meðal ættfólks þessa manns.
31. Rheumatismus.
Borgarnes. Dorsalgia 24, ischias 8, neuralgiae intercostales 7, tor-
ticollis rheumatica 4, tophi rheumatici 1, polyarthritis rheumatica 2,
lumbago 4, rheumatismus aliis locis 42.
Hólmavíkur. Gigt í ýmsum myndum mjög tíð. Fjörefni reynast
stundum vel •— en oft gengur illa að lækna. Margir halda sér við með
gigtaráburði og pillum.
Blönduós. Gigtin þjáir einkum karlana, allt frá þursabiti í hryggn-
um, sem ég nota vanalega glucose-inndælingar í vöðvana við, og
ischias, sem að vísu er ekki mjög algeng, til flögrandi gigtarverkja.
Höfðahverfis. Með meira móti hefur borið á alls konar gigt. Ekki
er ósennilegt, að einhver skortur sé á Bi-fjörvi, og hef ég reynt það
dálítið og gefizt vel í sumum tilfellum, en í öðrum illa eða reynzt
árangurslaust.
Vopnafj. Ischias 2, lumbago 4, neuraliga 3, rheumatismus mus-
culorum 6.
Berufj. 1 slæmt tilfelli af ischias.
32. Sclerosis disseminata.
Blönduós. Miðaldra kona hér var send á Landsspítalann með
þenna kvilla.
Ólafsfj. Áður umgetinn piltur með þenna sjúkdóm virðist fá æ
meiri mátt. Hefur gengið 2—3 km í einu.
Vopnafj. 1 tilfelli.
Mgrdals. Stúlka á þrítugsaldri var í mörg ár búin að kenna sér
meins og' vera undir læknishendi hér og annars staðar, enda liggja
lengi á spítala án þess að fá bata, en margt reynt. Talið hysteria, en
upp úr ársbyrjun komu í ljós ótvíræð merki um sclerosis disse-
9