Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 187
185
er á hér. í einstaka tilfelli varð vart við lús á farskólaheimilum fyrstu
árin mín, en úr því hefur verið bætt með góðu samstarfi við hús-
bændur á þessum heimilum. Verr gengur að hafa salerni á öllum
skólastöðum.
Sauðárkróks. Lítil framför, hvað snertir skólastaði, og engin skóla-
liús byggð. Heimavistarskóli starfaði í vetur á Hellulandi í Rípur-
hreppi. Þar eru ágæt húsakynni, og' svo var leigður tii viðbótar sumar-
bústaður, sem er þar. Barnaskólinn á Sauðárkróki er löngu orðinn of
lítill, og er nú í ráði að byggja nýjan skóla. í vetur er leigt húsnæði
fyrir hann til viðbótar í samkomuhúsi Góðtemplara, en það er ekki
lientugt til þess. Eins og' í fyrra voru athugasemdir um heilsu barn-
anna færðar á sérstakt eyðublað, sem til þess er gert, og sáu kenn-
ararnir um, að þau kæmust á viðkomandi heimili.
ólafsfi. Nokkur aðgerð fór fram á skólahúsinu í Ólafsfjarðar-
kauptúni. Kennslan hefur farið fram á 3 stöðum undanfarin ár. Hita-
veituvatni var veitt í miðstöðvarkerfi skólans, en hitinn reyndist ófull-
nægjandi, sem von er, þar sem vatnið er í mesta lagi 45° heitt í kerf-
inu, en hátt undir loft og mikil Ioftræstingarþörf í kennslustofuin.
Ekki var hægt að breyta húsi því, sem keypt var til skólahalds á
Kleifum, svo að hægt væri að kenna í því. Ymislegt, sem til þurfti,
fékkst ekki, svo sem miðstöð o. fl. Var því leigt húsnæði að Hofi,
og má telja það viðunandi eftir ástæðum, enda kennt þar áður. Far-
skólinn í Hringverskoti. Engar breytingar gerðar þar, en húsið illa
farið, eins og um getur í síðustu ársskýrslu, þótt tekizt hafi að koma
i veg fyrir mesta lekann.
Svarfdæla. Skólaskoðanir voru framkvæmdar, áður en ég kom í
héraðið.
Höfðahverfis. Skólabörn voru skoðuð tvisvar á skólaárinu, í byrjun
þess og lok. Auk þess var nokkrum sinnum Iitið eftir, hvort ekki
væru óþrif á börnunuin. Börnunum hefur verið gefið lýsi, eins og
undanfarin ár, og var framför þeirra góð.
Þistilfj. Hreppsnefnd Sauðaneshrepps samþykkti að hefja byggingu
skólahúss í Þórshöfn á sumri komanda.
Seyðisfj. Skólaskoðun fór fram að venju við byrjun kennslu. í Loð-
mundarfirði hefur farskóli verið lagður niður, þar eð engin börn
voru orðin þar á skólaaldri, en eitthvað er nú í uppsiglingu.
Berufj. Húsnæði farskólanna er víða ábóta vant, en oftast er valið
banda þeim hið bezta húsnæði, sem völ er á. Nú er í ráði að koma
upp heimavistarskóla í Breiðdal, og verður það mikil framför; á þetta
að verða stórt og vandað hús. Skólaskoðun fór fram í byrjun skóla-
árs. Hér í þorpinu eru börnin skoðuð þrisvar á skólaárinu.
Vestmannaeyja. Börn og kennarar skoðuð af lækni, eins og lög
gera ráð fyrir, á hverju hausti. Öll Piquet-j- börn röntgenskoðuð
og sömuleiðis allir kennarar. Hjúkrunarkona starfar við skólann.
Börnin yfirleitt hreinlegri með sig en áður. Þau fá lýsi skammdegis-
mánuðina.
Keflavíkur. Ný barnaskólahús reist á 2 stöðum, Garði og Brunna-
stöðum í Vatnsleysustrandarhreppi, og' er það mjög mikil framför frá
því, sem var. Eru þá gömul skólahús í 2 umdæmum.
24