Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 38
36
súlfadíazín. Mér er ókunnugt uni smitunarleið. Barnið fór ekkert að
heiman, engir gestir komu þangað um þetta leyti, engu setuliði til
að dreifa og enginn slíkur sjúklingur í nágrenninu, svo að vitað væri.
tsafj. Nokkur tilfelli í júlí—ágúst, sem batnaði öllum við súlfalyf.
Blönduós. Kom fyrir einu sinni, á manni úr Reykjavík. Var lagður
inn í sjúkrahúsið, og batnaði honum þar við súlfaþíazól.
Berufj. 1 tilfelli, karlmaður 48 ára. Ég var ekki vel ánægður með
sjúkdómsgreininguna, en tókst ekki að koma sjúkdómnum undir aðra
betri (ekki skráður).
24. Stingsótt (pleuritis epidemica).
Töflur II, III og IV, 24.
Sjúklingafjöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl........ 30 17 9 20 8 21 15 76 20 43
Allmikill og langdreginn faraldur skráður í ísafjarðarhéraði, en er
ekki annars staðar getið á þessu ári.
Læknar láta þessa getið:
ísafj. Með mesta móti, fylgdi kvefinu í janúar—febrúar.
25. Mænusótt (poliomyelitis anterior acuta).
Töflur II, III og IV. 25.
Sjúklingafjöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl........ 300 53 5 81 12 3 1 1 „ 2
Dánir ....... 29 5 2 3 ,, „ „ „ „ 1
Er getið í 3 héruðum (Hóls, Blönduós og' Seyðisfj.), sitt tilfellið
í hverju þeirra, og hefur láðst að skrá Seyðisfjarðarsjúklinginn. Eitt
mannslát er talið af völdum mænusóttar, og hefur sá sjúklingur auð-
sjáanlega einnig fallið undan skráningu.
Læknar láta þessa getið:
Hóls. 1 sjúklingur skrásettur í apríl. Þessi sjúkdómsgreining vafa-
söm. Þetta var 4 ára drengur, er veiktist skyndilega með sótthita, höf-
uðverk og uppsölu, er stóð í einn sólarhring. Brátt fær hann ptosis
vinstra megin. Sótthitinn hvarf brátt og lömunin að inestu farin eftir
viku. Mér þótti þetta batna óvenjulega fljótt, ef um venjulega ence-
phalitis væri að ræða. Fékk engin Iyf.
Blönduós. Skráð í 1 skipti, í 7 ára gömlum dreng, og var þó ekki
greinileg, enda komu engar lamanir. Er og' allur þorrinn af mænu-
sóttartilfellum næsta vægur, ef ofþreyta eða vosbúð spilla ekki mót-
stöðumagni.
Seyðisfj. Rétt fyrir jól veiktist 6 ára stúlkubarn. Var það fremur
þungt tilfelli. Barnið virtist ætla að fá miklar lamanir á báðum gang-
limum. 4 börn eru á heimilinu, og um enga einangrun innan heimilis
var að ræða. Börnin sakaði þó ekki.