Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 109
107
farið, en legudagar heldur færri en síðast liðið ár. Engar breytingar
gerðar á sjúkrahúsinu og rekstri þess á árinu. Aðeins nauðsynlegasta
viðhald. Nú þyrfti að fara að hugsa fyrir nýrri sjúkrahúsbyggingu,
en það á sjálfsagt erfitt uppdráttar, eins og sakir standa. Um 100
manns nutu ljóslækninga á árinu. Allmargir voru röntgenskoðaðir,
en í byrjun septembér biluðu röntgentækin og hafa ekki síðan komizt
í lag. Er það til mikils baga.
ólafsjj. Sjúkraskýlið ekki rekið vegna hjúkrunarkonuleysis. Var
það leigt til íbúðar, nema ein stofa, en þar eru geymdir munir sjúkra^
skýlisins. Var mér leyft að nota sömu stofu fyrir háfjallasól, er ég
keypti. AIIs nutu 53 ljósbaða, en í október varð ég að hætta ljósböð-
um vegna þess, að spenna rafstöðvarinnar féll svo með köflum, að
ekki logaði, mikið vegna vélanotkunar. Sama ófremdarástandið helzt
enn með læknisbústaðinn. Þaklekinn hinn sami, og rafleiðslur eru í
vatni.
Akureijrar. Um aðsókn að sjúkrahúsinu er það að segja, að hér
hefur alltaf verið svo fullt, að illmögulegt hefur verið að koma
sjúklingi þangað, nema einhverja bróða aðgerð hafi þurft á honum
að gera, og virðist svo sein þörfin fyrir aukið sjúkrahúsrúm fari
stöðugt vaxandi, enda er eðlilegt, að svo sé við komu sjúkrasamlag'-
anna, svo og vegna þeirra bættu samgangna, sem orðið hafa, þvi að
alltaf leita fleiri og fleiri hingað læknishjálpar og sjúkrahiisvistar
annars staðar frá. Bygging hins nýja sjúkrahúss hér, sem væntanlega
verður byrjað á á næsta ári, er því mjög aðkallandi til þess að bæta
úr brýnni þörf. Á þessu ári hefur bæjarstjórn Akureyrar ákveðið, að
byggð skuli hér næsta ár geðveikradeild, og verður þetta vonandi gert
eins fljótt og kostur er á. Oft hefur verið erfitt að fá rúm á Kristnes-
liæli fyrir þá sjúklinga, sem þangað hafa þurft að komast, og jafnvel
stundum, þótt um opna berkla hafi verið að ræða. Hefur þetta í mörg-
um tilfellum verið afar bagalegt og jafnvel hættulegt, þar sem aldrei
hefur verið hægt að skjóta berklasjúklingi inn í sjúkrahúsið, meðan
beðið var eftir hælisplássi. Einnig mikil vandræði með gamla fólkið,
því að ekkert elliheimili er til hér í bænum og fólkseklan svo mikil
á heimilum, að fæst þeirra telja sig fær um að láta í té þá umönnun,
sem gamalmennin þarfnast. Mikil bót var að því, að Stefán Jónsson,
klæðskeri á Akureyri, reisti allstórt og myndarlegt elliheimili i
Skjaldarvík, ca. 6—ÍB km frá Akureyri. Getur elliheimili þetta tekið
30—35 vistmenn, og er aðbúnaður og útbúnaður heimilisins allur í
hezta lagi.
Höfðahverfis. Engir sjúklingar hafa legið í sjúkraherbergjum
læknisbústaðarins í ár.
Reijkdæla. Á þessu ári var hinn nýi læknisbústaður á Breiðumýri
tekinn til íbúðar. Húsið er mjög vandað, ca. 116 m2 að stærð, kjallari
og ein hæð. Byggingarkostnaður rúmar 200 þúsund krónur.
Þistilfj. Sjúkraskýlið var rekið á árinu án fastráðins hjúkrunarliðs.
Seijðisfj. Áðsókn að sjúkrahúsinu svipuð og áður, en synja þurfti
stundum sjúklingum um móttöku vegna starfsfólksleysis. Sérstaklega
var erfiðleikum bundið að gera erfiðari aðgerðir og sjá sjúklingum, er
þeirra þurfti við, fyrir nægilegri hjúkrun á eftir. Rekstur sjúkrahússins