Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 60
58
mein í maga væri að ræða, þvi að hann hafði einnig meltingartrufl-
anir. Ég lét hann þá fara til Reykjavíkur, því að mér þótti blóðleysið
einkennilega mikið, borið saman við önnur einkenni, og kom þá hið
sanna í Ijós. Honum batnaði mikið við lifrarsprautur og fær þær með
köflum, en er þó lítt vinnufær sökum þess, hve fljótt hann þrevtist.
4. Anaemia simplex.
Dala. 9 tilfelli. Þó að sjaldan væru mikil brögð að „blóðleysinu"
við mælingu, 60—70% (Zeiss), hafði járn, arsen og önnur tonica
injög góð áhrif í þessum tilfellum.
5. Apoplexia cerebri.
Borgarncs. 1.
Patreksfj. Stúlka, rösklega tvítug, dó úr apoplexia cerebri. Var búin
að fá 2 köst áður með stuttu millibili. Systkini hennar flest dáið úr
þessum kvilla á þessum aldri. Maður á Barðaströnd, á þrítugsaldri,
dó líka úr apoplexia cerebri. Var frændi fyrr nefndrar stúlku.
Blöndiws. Verður árlega nokkrum að bana, en það er þó mjög fátítt
hér fyrr en á gamals aldri, og þeir, sem feng'ið hafa það fyrr, held
ég að hafi undantekningarlaust verið aðfluttir. Mér er ekki kunnugt
um neina ætt hér, þar sem þessi sjúkdómur gerir snemma vart við sig.
6. Appendicitis. <■
Hafnarfj. 62 sjúklingar skornir upp hér á sjúkrahúsinu vegna
botnlangabólgu, en margir þeirra voru aðsendir.
Borgarnes. 3 tilfelli appendicitis acuta, I chronica.
Dala. 6 tilfelli.
Flateyrar. 1 tilfelli, skorið á ísafirði.
Hólmavíkur. 3 tilfelli, send á spítala.
Blönduós. Er hér algengur sjúkdómur, og voru 27 botnlanga-
skurðir gerðir á árinu, en þar af var í 7 skipti um utanhéraðsinenn
að ræða, sem komu hingað til uppskurðar, og 2 eða 3 voru aðkom-
andi, en voru hér til dvalar um stundarsakir. Arlega koma fyrir fleiri
eða færri tilfelli af ilJkynjaðri botnlangabólgu, í þetta sinn 3 með
drepi. Annars er það orðin venja hér, að fólk lætur losa sig við þenna
hneykslunarlim, ef hann fer að gera nokkur viðloðandi óþægindi.
Sauðárkróks. Óvenju tíð. 33 sjúklingar með þenna kvilla koniu í
sjúkrahúsið, og 32 voru skornir. 6 af sjúklingunum höfðu sprungna
appendix, en af þeim var 1 ekki skorinn fyrr en eftir áramótin (local
abscess). 6 af botnlangasjúklingunum voru lir Hofsóshéraði og 1 til
heimilis í Reykjavik.
Ólafsfj. 4 tilfelli, flest væg.
Akureyrar. Alltaf tiltölulega mikið um botnlangabólgu, og er mestur
hluti þeirra sjúklinga skorinn upp, og tekst i næstum 100% tilfella
að halda í þeim líftórunni, jafnvel þó að botnlanginn sé sprunginn.
A þetta einkum við, eftir að farið var að nota súlfalyfin i sambandi
við aðgerð á sprungnum botnlanga.
Höfðahverfis. 1 sjúklingur var sendur til Akureyrar til uppskurðar.
Þistilfj. 3 tilfelli.