Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 48
46
er sýktist á árinu 1943, en 1 liefur að öllum líkindum smitazt við
heimsókn á Sjúkrahúsi ísafjarðar. 2 aldraðar konur veikjast á árinu
i Reykjarfjarðarhreppi, án þess þó að nokkurt samband sé þar á milli,
báðar með opna berkla, önnur í lungum, hin í hryggjarsúlu. Engin
nýsmitun þó rakin til þeirra. 4 berklasjúklingar dóu á árinu, þar
af 2 börn úr berklafári. Allir dóu sjúklingarnir á Sjúkrahúsi ísa-
fjarðar. Flestir hinna nýskráðu eru húsmæður, einnig 2 börn þeirra,
sem dóu, og er enginn vafi á, að þar á hið ofsalega erfiði sveita-
konunnar, nú í fólksvandræðunum, sinn mikla þátt. ÖIl skólabörn
voru berklaprófuð á árinu.
Hesteyrar. Það þótti tíðindum sæta, þegar Ægir hélt inn í Aðal-
víkina júnímorgun einn með berklayfirlækninn og föruneyti hans,
að ógleymdum tvennum röntgenskyggningartækjum. I skipinu var
hver einasti fullorðinn Aðalvíkingur röntgenskyggndur. Áður en þessu
fór fram, hafði héraðslæknirinn á ísafirði brotizt norður allan Sléttu-
hrepp og berklaprófað öll börn 1—14 ára. Við berklapróf kom ekkert
óvænt í ljós, en öll jákvæðu börnin voru röntgenskyggnd með full-
orðna fólkinu. Þegar lokið var röntgenskyggningunni í Aðalvík, var
haldið til Hesteyrar og allir röntgenskyggndir þar. Við þessa rönt-
genskyggningar fannst enginn með virka berklaveiki, en nokkrir
óvirkir. Öll skólabörn voru berklaprófuð um veturinn, og voru aðeins
7% jákvæð. Engin neikvæð í fyrra voru jákvæð í ár. Aðeins 1 barn
innan skólasltyldualdurs var jákvætt, og var það áður þekkt tilfelli.
Á árinu veiktust 2 af berklum. Þeir voru báðir fluttir til ísafjarðar
á sjúkrahúsið þar. Enginn dó úr berklum á árinu.
Miðfí. Fullorðin kona, ekkja með barnahóp, hafði verið sett niður
í'yrir nokkru af samvizkulítilíi hreppsnefnd á heimili, sem var viður-
kennt sérstaklega lélegt. Leið hún meiri eða minni skort á flestum
nauðsynjum, og fór þá heilsu hennar hnignandi. Barnaverndarnefnd
hafði fengið vitneskju um heimilisástæður, en ekki sinnt þessu neitt.
Ég var sóttur til sonar hennar, 7 ára, sem var með pleuritis exsudativa
tbc., en móðirin var þá með opna lungnaberkla.
Blönduós. Verður að teljast lítið útbreidd. 1 sjúklingur með smit-
andi lungnaberkla hefur þrjóskazt við að fara á hæli, og verður að sinni
ekki sagt um ástand hans annað en það, að hann gengur að vinnu og
segist ekki kenna sér neins meins. Hálseitlar opnuðust að nýju á mið-
aldra bónda, en voru orðnir óvirkir í árslok, þrátt fyrir allmilda útferð
um tíma. Inn í þá var sprautað joðoformkínín-klóróformblöndu með
ágætum árangri, eins og vant er. Enginn dó úr berklum á árinu.
Sauðárkróks. Enginn dó á árinu úr berklum. Berklalæknir skoðaði
um 30 manns og ætlaði að skoða fleiri, en röntgentækin biluðu þá,
og hafa síðan ekki komizt í lag.
Hofsós. 1 sjúklingur fékk blóðhósta upp úr inflúenzu. Fór fljót-
lega á hæli.
Svarfdæla. Ástandið svipað og undanfarin ár. 3 nýir sjúklingar á
árinu, 2 konur með lungnaberkla (önnur þeirra dó eftir skamma legu
á Kristneshæli) og 1 drengur með húðberlda í hendi, aðfluttur.
Ólafsfj. Berklapróf var gert á ölluin börnum í barnaskóla og einnig