Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 23
21
Vestmannaeyja. Ekkert borið á veikinni siðan í fyrra haust, að
rækileg bólusetning fór hér fram á um 900 börnum, eftir að veikin
hafði komið hér upp á einu heimili, hvaðan er óvitað, og sýkt þar
bjónin og 3 börn þeirra. Barst veikin á heimili í grenndinni og sýkti
þar 10 ára telpu, sem batnaði fljótt við stóra serumskammta. Lam-
anir, sem voru mjög áberandi í einu tilfellinu, hafa alveg batnað.
Diphtheri-Toxoid Lederle var notað til bólusetningar og reyndist
ágætlega.
Rangár. I aprilmánuði 1 tilfelli af þessum sjúkdómi, 3 ára drengur,
Hvolsvelli. 'Batnaði af 2 mildum serumskömmtum. Stranglega ein-
angrað og síðan sótthreinsað. Breiddist ekki út. Uppruni óviss, en
þarna er mjög mikil umferð úr Reykjavík og víðar að. Bakteríurann-
sókn ekki gerð, en einkenni mjög greinileg og lítill vafi á því, að um
barnaveiki var að ræða.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II. III og IV, 4.
S júklingafíöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl........ 30 8 48 12 618 2941 135 338 9 49
Dánir ....... „ 1 „ „ 2 5 1 „ „ „
Er aðeins getið í 3 héruðum (Rvík, Siglufj. og Keflavíkur), en
greining er stopul og mun mjög ruglað saman við iðrakvef.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. 1 marzmánuði skrásett nokkur tilfelli og 1 í nóvembermánuði.
Blóðsótt þessi var væg og náði lítilli útbreiðslu. Annars má geta þess,
að sumir læknar hér eru þess fulltrúa, að blóðkreppusótt stingi sér
niður að staðaldri og sé skráð sem iðrakvef.
Ileflavíkur. Iðrakvef hafði verið viðloða meira hluta ársins, en í síð-
ustu mánuðum ársins varð sóttin mun þyngri, og bar talsvert á blóð-
sóttareinkennum.
5. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
S júklingafíöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl........ 6 6 9 9 7 8 13 14 15 9
Dánir ....... 3 1 3 3 2 1 3 3 3 1
Auk þess sem skráð eru á mánaðarskrár 9 tilfelli barnsfararsóttar i
jafnmörgum héruðum (Borgarfj., Flateyrar, Miðfj., Sauðárkróks,
Hofsós, Akureyrar, Vestmannaeyja, Eyrarbakka og Keflavíkur), er í
ársyfirliti getið lil viðbótar 7 sjúklinga í 6 héruðum, þ. e. i Flateyrar,
Ólafsfj., Seyðisfj., Síðu og Keflavíkur, eins sjúklings i hverju, og
tveggja sjúklinga í Berufj., sbr. enn fremur ummæli héraðslæknisins
í Rvík hér á eftir.
Læknar láta þessa getið: