Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 197
195
Hesteijrar. Aðeins bólusett í Grunnavíkurhreppi, þó fá börn vegna
farsótta, en þar sitja nú 2 ljósinæður. Aftur á móti er nú engin starf-
andi Ijósmóðir í Sléttuhreppi, sem þó er miklu fjölmennari. Þar fór
því engin bólusetning fram, og er enn eigi fenginn bólusetjari í stað
ljósmóðurinnar.
Hólmavikur. Bólusetningar féllu niður vegna farsótta, sem alltaf
virðast ganga, þegar heppilegast þykir að bólusetja.
Blönduós. Bólan kom yfirleitt vel út.
Sauðárkróks. Bólusetning fór fram í öllum umdæmum nema einu,
en þar var hún vanrækt af ljósmóður. Bóluefni reyndist yfirleitt vel.
Ólafsfi. Bólusetning fór fram, og varð árangur góður.
Akureyrar. Bólusett í öllum hreppum héraðsins.
Höfðahverfis. Bólan kom vel út á frumbólusettum börnum, en
miklu verr á hinum. Ekkert barn veiktist af bólusetningunni.
Vopnafi. Bólusetning fór fram, en bóluefnið var ónýtt.
Seyðisfi. Bólusetning sótt með bezta móti.
Norðfi. Margt vill verða til þess, að bólusetningar farist fyrir, en
þetta ár fóru þær þó fram.
Berufi. Bólusetningar fóru fram alls staðar nema í Geithellna-
hreppi.
Hornafi. 18 sjómenn bólusettir með kúabóluefni samkvæmt tillögu
landlæknis vegna hugsanlegrar smithættu erlendis.
Síðu. Af skráðum börnum sluppu 3 við bólusetningu, þar af 1 vegna
veikinda.
Grímsnes. Bólusetning fór fram í öllum hreppum héraðsins, og
kom bólan vel út. Engin börn veiktust alvarlega.
21. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra.
Frá rannsóknarstofu Háskólans hefur borizt eftirfarandi skýrsla
um réttarkrufningar stofnunarinnar 1944:
1. 5. febr. fór fram líkskoðun á karlmannslíki, er fannst í J)runarústum Hótel
íslancls 3. s. m. Líkið var óþeldcjanlegt af bruna. Ályktun: Líkið var af karl-
manni, tæplega yngri en 22 ára, eða eldri en 40 ára, en virtist líklegast að
vera af 25—35 ára manni. Likamshæð sennilegast um eða lítið yfir 170 sm.
í lungnapípum fannst allmikið af sóti, og þvi líkur til, að maðurinn hafi
verið á lífi, er eldsvoðann bar að höndum. Enn fremur greinileg merki kol-
sýrlingseitrunar.
2. 23. marz, J. D-son, 58 ára. Fannst örendur alklæddur á legubekk i íbúð sinni.
Ályktun: Við líkskoðun kom i ljós, að hinn látni hafði neytt áfengis. Hjartað
verulega stækkað og veiklað og likur fyrir skyndidauða af þeim orsökum.
3. 12. apríl. M. K. $ 54 ára. Fannst meðvitundarlaus í rúmi sinu um borð i
skipi. Var fluttur i Landakotsspítala, en dó þá rétt strax, cr þangað var komið.
Ályktun: Dánarorsök fannst ekki með vissu. En i ljós kom, að hjartavöðvinn
var veiklaður og lcalkaður, og þrengsli voru i lijartaæðunum. Breytingar í
nýrum fundust einnig, cr bentu til blóðþrýstingshælikunar. Likur því mestar
fyrir, að hjartaveiklun hafi valdið þessum skyndidauða.
4. 13. apríl. S. J-son, 59 ára. Fannst örendur i öllum fötum i hcrbergi í bænum,
og mun líkið hafa legið þar nokkurn tíma, áður en liugað var að manninum.
ÁÍyktun: Líkið mjög farið að rotna við líkskoðunina, svo að erfitt var að
draga ályktanir um dauðaorsök. Rannsókn á magainnihaldi og þvagi benti til,
að maðurinn hefði verið mjög ölvaður.
5. 13. mai. S. S-son, 18 ára. Hafði fallið af palli vörubifreiðar nA og andazt