Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 183
181
urn hluta úr vetrinum at' aukakennara, sem fenginn var til sams
konar kennslu við kvennaskólann.
Sauðárkróks. Fastur leikfimiskennari starfar nú við barnaskólann
á Sauðárkróki, og æfir hann einnig íþróttir með ungu fóllci, en frekar
er dauft yfir íþróttalífi. Vantar mjög tilfinnanlega íþróttavöll, en
hreyfing er nú í þá átt að koma honum sem fyrst upp. Skíðaferðir
eru nokkuð stundaðar, þegar nægur snjór er til þess. Sundkennsla
fer fram í Varmahlíð á hverju vori.
Ólafsfí. Skíðanámskeið haldið á vegum íþróttafélagsins og barna-
skólans. Leikfimi kennd í öllum bekkjum skólans. Sundnámskeið
í 1 mánuð, og var kennt í hinni nýju sundlaug, er var komin það
langt áleiðis, að hægt var að nota heita vatnið.
Akureyrar. Íþróttalíf hér er sæmilega fjölbreytt, og hefur verið
talsverður áhugi á hvers konar útiíþróttum, en inniíþróttir hafa orðið
út undan vegna húsnæðisleysis. Á þessu ári hefur nú verið úr þessu
bætt ineð hinu nýbygg'ða íþróttahúsi.
Höfðahverfis. Eitthvað hefur lifnað yfir íþróttalífi liér. Fenginn
var fyrir tilstilli ungmennafélags hér í sveitinni íþróttakennari nú í
vetur. 17. júní var sundlaug sú, er slysavarnardeild Grýtubakka-
hrepps hefur gengizt fyrir byggingu á, tekin í notkun. Var kennt sund
í henni um 3 vikna tíma, og var í sumar talsvert svamlað í henni.
Þistilfj. Lokið við byggingu sundlaugar og byrjað að starfrækja
hana. Áhugi manna á sundnámi mjög almennur.
Vopnafj. íþróttakennari frá íþróttasambandi Austurlands dvaldist
hér um 6 vikna skeið síðara hluta vetrar og aftur um 4 vikna tíma
um haustið. Kenndi hann barnaskólabörnum og unglingum leikfimi
í samkomuhúsi hreppsins. íþróttahús vantar.
Seijðisfj. Leikfimiskennari var ráðinn hingað að haustinu. Stundar
hann að vísu aðra atvinnu með, en heldur leikfimisæfingar bæði
með piltum og ungum stúlkum að vetrinum. Á sumrin eru talsvert
stundaðar útiíþróttir og leikir á þar til gerðum leikvelli í bænum.
Alltaf er mikill áhugi á skíðaferðum. Byrjað var að grafa fyrir sund-
laug', sem fullgera á að sumri komanda.
Fáskrúðsfj. í Búðakauptúni er verið að byggja allstóra sundlaug.
Berufj. Leikfimi er alltaf eitthvað um hönd höfð í barnaskólanum.
Námskeið í fimleikum fór fram í lok ársins. Þátttaka var mjög góð.
Fóru fimleikarnir fram í samkomuhúsi. Mjög er það til bóta, að reist
hefur verið viðbót við samkomuhúsið úr steinsteypu. Er þar komið
fyrir 3 steypuböðum, 2 vatnssalernum og búningsherbergi. Einnig
var sett miðstöð í húsið, og er leiðsla frá henni til baðherbergisins.
Geta menn nú fengið sér heitt og kalt bað eftir leikfimi. Baðið er og til
afnota fyrir þorpsbúa.
Siðu. Engar íþróttir, nema sund i barnaskólum.
Vestmannaeijja. Áhugi á íþróttum er hér mikill. Mest stundað
knattleikir, sund, glimur, golf og handknaltleikur. Skátafélag er hér
starfandi.