Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 21
Í9
2. Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II. III og IV, 2.
Sjúklingctfiöldi 1935-—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl. . 9829 10968 16476 14320 16938 15982 20248 21777 14086 18459
Dánir ..1 2 21 5 1 4 4 3 6
Kvefár öllu meira en í meðallagi, stundum greinilegir faraldrar og
jafnvel sérkennilegir. Vakti einkum athygli faraldur að barkakvefi
með mikilli hæsi. Er þeirra einkenna getið af héraðslæknum i 3 hér-
uðum, sínu á hverju landshorni (Ólafsfj., Mýrdals og Keflavíkur), en
hefur eflaust víðar gætt.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Einkum að vorinu og svo síðast á árinu. Faraldrar þessir
voru nokkuð þungir, og samfara þeim bar allmikið á lungnabólgu,
sem varð nokkrum mönnum að bana, einkum börnum og veikluðu
fólki.
Skipaskaga. Gekk allt árið, eins og' venja er til.
Borgarfi. Kvefár í meðallagi.
Borgarnes. Eftirhreytur faraldurs frá 1943. Annars aldrei reglu-
iegur faraldur.
Ólafsvíkur. Stakk sér niður.
Dala. Sjaldan kveflaust með öllu.
Reykhóla. Byrjaði í apríl sem faraldur, gekk aðallega yfir í maí og
júní, eftir það aðeins dreifð tilfelli.
Patreksfi. Stakk sér niður flesta mánuði ársins, sérstaklega marz—
júní.
Bíldudals. Meira og minna viðloðandi alla mánuði ársins.
Þingeyrar. Alla mánuði ársins. Þó vægari og fátíðari en undan-
l'arin ár.
Flateyrar. Meinlausir faraldrar. Fæstir þeirra, sem fá kvef, leita
læknis.
ísafi. Áberandi, aðallega fyrra helming ársins, en var væg og fylgi-
lcvillalaus.
Ögur. Fáein dreifð tilfelli.
Hólmavíkur. Kemur alltaf upp við og við — einkum vor og haust.
Miðfi. Enginn verulegur faraldur.
Blönduós. Nokkuð áberandi frá ársbyrjun fram til vors. Aldrei hægt
að tala um verulegan faraldur.
Sauðárkróks. Faraldur framan af árinu og annar seint á árinu.
Hofsós. Flest tilfelli vormánuðina.
Ólafsfi. Flesta mánuði ársins, einna mest í ágúst og september. í
einstaka tilfellum bar mikið á tracheitis og það svo, að andþrengsli
urðu.
Akureyrar. Meira og' minna viðloða allt árið, aldrei slæm, en stund-
um nokkuð útbreidd.
Höfðahverfis. Nokkuð um kvefsótt allt árið, þó mest í janúar og
svo aftur í apríl, maí og júní og þá frekar þrálát.