Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 44
42
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Töflur V, VI, VIII, IX og XI.
Sjúklingafíöldi 1935:—1944:
1. Eftir mánaðarskrám:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Tb. pulm. . Tb. al. loc. . . 291 . 293 304 197 251 169 200 120 237 109 161 68 224 127 156 75 180 87 172 59
AIls . 584 501 420 320 346 229 351 231 267 231
Dánir 149 157 155 106 94 104 120 104 106 96
2. Eftir berklaveikisbóknm (sjúkl. i árslok):
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Tb. pulm. . . 1064 1028 998 967 851 867 854 853 799 748
Tb. al. loc. . . 764 674 526 511 236 239 259 282 250 231
Alls . 1828 1702 1524 1478 1087 1106 1113 1135 1049 979
Berkladauðinn má nú aí'tur heita kominn í lágmark. Heilaberkla-
dauðinn nemur 8,3% alls berkladauðans, og er það nokkru óhagstæð-
ara hlutfall en á síðast liðnu ári (7,5%), en lægst hefur það orðið
6,7% 1941).
Skýrslur um berklapróf hafa borizt úr 28 héruðum, og taka þau til
8297 manns. Skiptist sá hópur þannig eftir aldri og útkomu:
0— 7 ára: 801, þar af jákvæð 35, eða 4,4 %
7—14 —: 5634,--------— 595, — 10,6 —
14—20 —: 1200,--------— 320, — 26,7 —
Yfir 20 —: 662,---------— 344, — 52,0 —
Skýrsla berklayfirlæknis 1944.
Árið 1944 voru framkvæmdar berklarannsóknir (röntgenrann-
sóknir) í 25 læknishéruðum. Voru alls rannsakaðir 19060 manns, á
6 heilsuverndarstöðvum 12715, aðallega úr 7 læknishéruðum (Hafnar-
ijarðarhérað fylgir enn sem komið er heilsuverndarstöðinni i Reykja-
vík), en með ferðaröntgentækjum 6345 úr 18 læknishéruðum. Fjöldi
rannsóknanna er hins vegar langtum meiri, þar eð margir koma oftar
en einu sinni til rannsóknar. Námu þær á árinu 27277. Árangur rann-
sókna heilsuverndarstöðvanna verður greindur síðar (sbr. bls. 112—
113). Af 6435, er rannsakaðir voru með ferðaröntgentæki, voru 73, eða
1,2%, taldir hafa virka berldveiki. 25 þeirra, eða 3,9^c, voru áður
óþekktir. Heildarrannsóknir voru framkvæmdar á Akranesi, i Bolung-
arvík og Hornafjaðarfélagi. Þá voru og allir íbúar á Þórshöfn rann-
sakaðir og auk þess margt annað fólk úr héraðinu. í júnímánuði var
farin rannsóknarferð til Vestfjarða með varðskipinu Ægi. Var tveim-
ur röntgentækjum komið fyrir um borð og fólkið rannsakað þar. Tók
rannsókn þessi til 7 læknishéraða (Patreksfj., Bíldudals, Þingeyrar,
Flateyrar, Hóls, Ögur og Hesteyrar), og voru alls rannsakaðir 2395