Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 81
79
íbúð: Hermannaskáli. Fjárhagsástæður: Eiginmaður ekkert
unnið undanfarna mánuði vegna drykkjuskapar.
Sjúkdómur: Cholelithiasis. Phlebitidis seq.
Félagslegar ástæður: Drykkjuskapur eiginmanns.
14. 40 ára g. sjómanni í Reykjavík. Komin 6 vikur á leið. 5 fæðingar
og 1 fósturlát á 15 árum. 5 börn (16, 12, 3, 3 og 1 árs) í umsjá
konunnar. íbúð: 2 herbergi lítil. Fjárhagsástæður sæmilegar.
S j ú k d ó m u r : Phlebitis & ulcera cruris.
Félagslegar ástæður: Ómegð og erfiðar heiinilisástæður.
15. 27 ára g. sjómanni í Reykjavík. Komin 9 vikur á leið. 2 fæðingar
á 5 árum. 2 börn (8 og 3 ára) í umsjá konunnar. Ibúð: 2 herbergi
og eldhús. Fjárhagsástæður slæmar (eiginmaður atvinnulaus
vegna veikinda í 1% ár).
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Fátækt og heilsuleysi eiginmanns.
Sjúkrahús A kureyrar.
16. 40 ára g. sjómanni á Akureyri. Komin 8 vikur á leið. 4 fæðingar
á 12 árum. 4 börn (15, 13, 8 og 3 ára) í umsjá konunnar. íbúð:
3 herbergi sæmileg. Fjárhagsástæður mjög bágar.
Sjúkdómur: Exhaustio. Grindarskekkja. Cystis vaginae.
Félagslegar ást æður: Eiginmaður flogaveikur. Börnin
heilsuveil. Tengdafaðir flogaveikur og geðveikur.
17. 26 ára g. bifvélavirkja á Akureyri. Komin 6 vikur á leið. 4 fæð-
ingar á 5 árum. 4 börn (6, 4, 2 og 1 árs) í umsjá konunnar.
íbiið: 2 herbergi í lélegum timburhjalli. Árstekjur um 15 þús. kr.
S j ú k d ó m u r : Anaemia.
Félagslegar ástæður: Ómegð og erfiðar heimilisástæður.
18. 30 ára óg'. saumakona á Akureyri. Vanfær í fyrsta sinn. íbúð: 1
herbergi. Fjárhagsástæður ekki greindar.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Einstæðingsskapur.
Vönun fór jafnframt fram í Landsspitalanum á 8 konum
(exhaustio, neurasthenia, neurosis functionalis & depressio mentis
psychogenes, asthenia & anaemia & nervositas, spondylitidis tbc. seq.,
luxatio coxae congenita, phlebitis & ulcera cruris, nephritis) og í
Sjúlcrahúsi Akureyrar á 2 konum (exhaustio, anaemia).
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvik. Af barnsburði dóu 4 konur, allar í fæðingardeild Lands-
spítalans: 39 ára fjölbyrja með placenta praevia partialis. Sprengdir
belgir, barnið tekið með töng, andvana. Konan dó sama dag. 37 ára
frumbyrja með fæðingarkrampa. Hafði mikla eggjahvítu í þvagi.
Sectio caesarea. Dó næsta dag úr toxaemia graviditatis. Barnið and-
vana. 33 ára fjölbyrja, heilsuveil. Hafði haft töluverðar blæðingar,
áður en hún kom í deildina, og reyndust þær stafa frá fylgjulosi.
Barnið tekið með töngum, andvana, mjög stórt. Konunni gefið salt-
vatn. Hún fékk ileus eftir fæðinguna og andaðist 4 dögum síðar.
Krufning leiddi í ljós, að hún hafði peritonitis á byrjunarstigi. Auk