Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 208
206
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er umsagnar ráðsins um eftirfarandi atriði:
„1. Er óhætt að láta C. A. N-sen taka út varðhaldsrefsinguna í venjm
legum fangaklefa við venjuleg skilyrði?
2. Er óhætt að láta hann taka refsinguna út í venjulegum fanga-
klefa, ef ljós væri haft í klefanum, þegar dimmt er, eða á sjúkrar
húsi?
3. Má telja C. A. N-sén það hraustan andlega og likamlega, að hon-
um megi treysta til að aka bifreið?“
Ályktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Umsókn C. A. N-sens byggist á vottorði sérfræðingsins einvörð-
ungu. Vottorðið ber með sér, að sérfræðingurinn hefur skoðað
sjúklinginn fyrir 4 árum (í apríl 1942), en ekkert kemur fram um
það, að hann hafi skoðað sjúklinginn siðan. Að öðru leyti byggist
vottorð sérfræðingsins á umsögn heimilislæknis sjúklingsins. Þar sem
önnur gögn lágu ekki fyrir í málinu, og engin skoðun annars lælcnis
en heimilislæknis sjúklingsins virðist hafa farið fram í seinni tíð,
sá réttarmáladeild ekki ástæðu til að taka vottorð sérfræðingsins gilt
um núverandi ástand sjúklingsins. Var hlutaðeigandi sérfræðingur
því kvaddur á fund réttarmáladeildar í dag samkvæmt fyrirmælum
4. gr. laga um læknaráð. Skýrði hann þá frá því, að sér hefði af vangá
láðst að geta þess, að hann hefði skoðað sjúklinginn 12. okt. 1945.
Hefði hann þá ekki fundið neinar sýnilegar (objektífar) sjúkdóms-
hreytingar, en að vottorð sitt hafi hyg'gzt á umkvörtunum sjúklings-
ins við áður framkvæmda skoðun (1942).
Réttarmáladeild telur ekki ástæðu til að vefengja vottorð og' upp-
lýsingar sérfræðingsins og viðurkennir, að varasamt g'æti verið að loka
C. A. N-sen inni í fangaklefa, og' það eins þótt ljós væri liaft í klef-
anum.
Hins vegar vill réttarmáladeild svara þriðju spurningu ráðuneytis-
ins neitandi, þar sem ekki eru líkur til, að maður, sem getur ekki
setið inni í fangaklefa fyrir hræðslu, sé fær um að stjórna bíl án
liættu fyrir sjálfan sig og aðra.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 9. maí, staðfest af forseta sem
ájyktun læknaráðs 14. maí.
Mátsúrslit: Varöhaldsrefsingu dómfellda var breytt með náðun í 1000 kr. sekt.
Auk ])ess var hann sviptur ökuleyfi sínu.