Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 27
25
8. Iðrakvef (gastroenteritis acuta).
Töflur II, III og IV, 8.
Sjúklingafiöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl......... 1790 1740 1635 1961 2990 5266 2395 4657 2753 3122
Dánir ........ „ 2 „ 4 3 7 6 9 5 7
Langoftast væg og sjaidnast með faraldurssniði, sem þó virðist hafa
komið fyrir, og ber þá meiri eða minni keim af blóðsótt.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Heldur bar minna á iðrakvefi en næsta ár á undan, og var það
frekar vægt.
Skipaskaga. Gerði vart við sig ailt árið. Ekki gat það talizt illkynjað.
Borgarfi. Nokkur tilfelli á víð og dreif.
Borgarnes. Eins og oft vill verða helzt i október og nóvember.
Ólafsvíkur. Örfá tilfelli.
Reykhóla. Nokkur dreifð tilfelii.
Bíldudals. Frekar væg tilfelli.
tsafi. Með minnsta móti.
Ögur. Ekkert tilfelli skráð nú í 2 ár.
Miðfi. Aðeins fáein tilfelli, öll mjög' væg.
Blönduós. Stakk sér niður öðru bverju, einkum i krökkum fyrra
hluta sumars, en var tiltölulega meinlaust.
Sauðárkróks. Aldrei verulegur faraldur og engin mjög þung tilfelli.
Hofsós. Nokkur tilfelli um haustið.
Ólafsfi. Gerði vart við sig síðara helming ársins. Oft bar mest á
óstöðvandi uppköstum ásaint verkjum í kviði, i öðrum tilfellum aftur
mikill niðurgangur.
Akureyrar. Hefur gert nokkuð vart við sig allt árið, en aldrei verið
mjög litbreitt og ekki lagzt þungt á fólk nema i einstaka tilfellum.
Höfðahverfis. Einstaka tilfelli, engin slæm.
Reykdæla. Væg.
Þistilfi. Dreifð tilfelli. Veikin heldur væg.
Vopnafi. Gerði mjög lítið vart við sig. Aðallega nokkur tilfelli í
sláturtíðinni, svo sem venja er til.
Norðfi. Faraldur frá júní til ársloka.
Fáskrúðsfi. Stakk sér niður síðara hluta ársins, fremur væg.
Vestinannaeyja. Allmikið horið á því, einkum á aldrinum 1—5 ára
og 5—10 ára, aðallega sumar- og haustmánuðina.
Rangár. Nokkuð bar á þessurn kvilla á árinu.
Grímsnes. Fá tilfelli, fremur væg.
Keflavikur. Talsvert bar á þessum kvilla, einkum í Keflavík, og gekk
síðast á árinu sem blóðkreppusótt. Voru surnir sjúklingarnir mjög
máttfarnir mánuðum saman á eftir, þeir, sem verst urðu úti.
4