Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 95
98
ist, með þumalfingur rétt ofan við nögl; nögl og gómur héngu við,
kjúkan þó heil. Maður, er var að setja trillubát í gang, lenti í vélinni
með fingur, rifnaði nögl og gómur frá beini, lafði aðeins á lítilli taug.
4 ára drengur var að klifra upp í verkfærakassa, er hékk á vegg. Datt
þá ofan á hann hófjárn og skar ca. 4 sm langan skurð á enni hans.
3 ára telpa datt aftur á bak ofan í fötu með lieitu vatni, og hafði eitt-
hvað af vitíssóda verið látið út í vatnið. Brenndist telpan illa á báð-
um rasskinnum og lærum innan fótar alveg' niður undir hné. Auk
framan talins: Skurðir 5, brunasár 4 (I.—II. gr.), tognanir 7, mör
4, mör og’ tognanir 2, rifbrot 3 og aðskotahlutir 6.
Reykdæla. Talsvert um smáslys. Engin dauðsföll eða örorka vegna
slysfara.
Þistilfí. 1 slys varð á árinu. 2?4i skaðbrenndust 2 stúlkubörn á and-
liti, höndum og brjósti við púðursprengingu. Höfðu prílað upp í skáp,
náð í dós með piiðri og eldspýtur. Heppni, að ekki varð húsbruni og
frekari slys.
Vopnafí. Karlmaður rúmlega áttræður, örvasa og sjóndapur, datt
inni á baðstofupalli og brotnaði í mjaðmarlið. Dó fáum dögum siðar.
Barn datt út lir rúmi og viðbeinsbrotnaði. Kona, af hinni brothættu
ætt hér, datt af hestbaki og braut olnbogahyrnu og' handarbaksbein.
Stúlka, 14 ára, var að fara á dansleik að Hofi á vöruflutningabíl. Hátt
var ofan úr bílnum og hörsl á hlaði, og aðstoðaði bílstjórinn farþeg-
ana við að komast úr bílnum. Stúlku þessari var einnig boðin aðstoð,
en hún vildi ekki þiggja hjálpina — þóttist einfær um að stökkva út
úr bílnum. Datt i fallinu og brotnaði á hægra fæti — fract. cruris. Önn-
ur meiðsli ekki sérstaklega umtalsverð. Maður var að baða sig i sjó
á stæðu vatni, hrasaði um stein og missti meðvitund. Er talið, að hann
hafi legið í sjónum nálægt fimm mínútum. Var fluttur heim í bæ og'
þar gerðar lífgunartilraunir, sem nægðu ekki til að koma manninum
til meðvitundar. Lækni tókst fljótlega að lífga manninn við með rétt-
um öndunaraðferðum. Distorsiones 8, lux. mandibulae 1, vulnera con-
tusa 10, incisa 2, puncta 2, contusiones 5, corpus alienum cutis 1,
corpora aliena corneae & conjunctivae 6, c. a. pharyngis 2, ambustio 1,
bruni af eitursóda 1.
Seyðisfí. 19 ára piltur frá Þórarinsstaðaeyrum fórst með togaranum
Max Pemberton. 77 ára kona datt ofan i kjallara og' þverbraut miðjan
lærlegg. 15 ára piltur marðist svo á v. löngutöng af rafvinduspaða, að
drep kom í 2 fremstu kjúkur, sem duttu af.
Norðfí. Contusiones & vulnera contusa 10, önnur vulnera 7, corpora
ítliena 3 (2 í hlust, 1 í húð), combustio faciei et antibrachiorum 1.
Fract. humeri 1, antibrachii (greenstick) 1, radii 1, inandibulae 1,
costae 2, olecrani 2 — á sama pilti, hæg'ri og vinstri, sitt í hvort skipt-
ið, og er það hinn sami, sem áður hefur verið sagt frá með frag'ilitas
ossium. Lux. humeri 1 og var inveterata.
Fáskrúðsfí. Slysfarir með minnsta móti. Þó eins og venjulega tals-
vert um krókstungur, skurði og mör og aðra minna háttar áverka.
Fract. tibiae 1 (10 ára drengur datt á skiðum), lux. humeri 1.
Berufí. 1 drukknunarslys varð á árinu. Enskt matvælaskip var hér
með matarbirgðir til hermanna. Voru þær fluttar á land á litlum dekk-