Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 37
35
22. Kossageit (impetigo contagiosa).
Töflur II, III og IV, 22.
Sjúklingafíöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl........ 43 63 46 60 124 289 629 425 274 179
Skráðum tilfellum þessa kvilla, sem óvenjuleg brögð hafa verið að
undanfarin ár, fer nú ört fækkandi.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Heldur lítil brögð að á þessu ári.
Reykhóla. Nokkur tilfelli i október og desember.
Flateijrar. Tiðust í september á 16—4 7 ára unglingum, sem munu
hafa skemmt sé í rökkrinu.
ísufj. Lítið áberandi.
Hesteijrar. 3 tilfelli af kossageit fundust við skólaskoðun, en féllu
af skrá.
Hólmavíkur. Sá nokkur tilfelli og frétti af fleirum (ekkert skráð).
Miðfí. G,erði dálítið vart við sig.
Blönduós. Kom fyrir nokkrum sinnum í október og einstök strjál
tilfelli næstu 2 mánuði.
Sauðárkróks. Stingur sér alltaf niður.
Hofsós. Örfá tilfelli, sem af vangá voru ekki skráð á mánaðarskrá,
og ekki er víst nema kalla mætti þessi sjúkdómstilfelli sycosis, þar
eð þau voru mest í skeggstæði og óvenju þrálát til bata.
Akureijrar. Eitthvað mun hafa komið fyrir af kossageitartilfellum
á árinu, þótt ekki sé um það getið á mánaðarskrám, en öll munu
þau tilfelli hafa verið væg.
Þistilfj. Verður ávallt vart við og við. Talsvert alvarlegur faraldur
í október.
Vopnafj. Væntanlega hefur kvilla þessa eitthvað orðið vart, þótt
ekki hafi hann verið skráður.
Fáskrúðsfj. Sást ekki þetta ár.
Mýrdals. Eitt og eitt tilfelli á stangli.
Vestmannaei/ja. Gerði eitthvað vart við sig (ekki skráð).
23. Heilasótt (meningitis cerebrospinalis epidemica).
Töflur II, III og IV, 23.
Sjúklingajjöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl........ „ 1 „ „ 1 14 46 19 5 13
Dánir ....... „ „ „ „ „ 1 2 7 „ 1
Virðist nú vera orðin landlæg sótt, sem læknar mega jafnan vera
við búnir að reltast á, og skiptir miklu máli, að þeir séu, svo sem
hin nýju lyf gefast við veikinni, ef þau eru viðhöfð í tæka tíð.
Læknar láta þessa getið:
Flategrar. 1 tilfelli i ágúst, flutt á ísafjörð, og batnaði til fulls við