Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 192
190
18. Meindýr.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Rottugangur er mikill og miklar kvartanir. Hér fer á eftir
skýrsla meindýraeyðis bæjarins: „Samkvæmt auglýsingu frá heil-
brigðisfulltrúa fór fram alls herjar rottueyðing frá 25. janúar til 26.
febrúar. Kvartað var frá 713 húsum. 16755 skammtar af rottueitri
voru bornir út. Notað var 141,4 kg rottueiturs. Árangur virtist vel
sæmilegur. Samkvæmt auglýsingu frá heilbrigðisfulltrúa fór aftur
fram alls herjar rottueyðing frá 18. nóvember til 22. desember. Kvart-
að var frá 584 húsum, 11630 skammtar af rottueitri voru bornir út.
Notað var 104,4 kg rottueiturs. Með fullum árangri í 234 húsum,
með nolckrum árangri í 298 húsum. Enginn árangur varð í 52 húsum,
en í þeim tel ég verið hafa sérstaka tegund af smárottum, sem virðast
ekki taka þetta eitur. Tímabilið 1. marz til 15. nóvember voru látnir
9630 skammtar af rottueitri á 832 staði. Frá 28. febrúar til 8. nóvem-
ber var dælt blásýrugasi á 88 staði á ýmsum stöðum utanhúss. Notað
var 13,5 kg blásýrugas. Blásýrugasið er notað í samráði við héraðs-
lækni. 38815 rottueitursskammtar voru notaðir. Kostnaður við eitur-
efni og gas: 331,3 kg rottueiturs á 40.00 kr. = 13252,00; 13,5 kg blá-
sýrugas á 7,50 kr. = 101,25; samtals kr. 13353,25. Seinni hluta vetr-
arins, eftir að alls herjar rottueyðing hafði farið fram, var lítill
rottugangur í bænum, en fór svo allmikið vaxandi, þegar kom fram
á sumarið. Sérstaklega bar á þessu úti, umhverfis ýmis hús, og má
að miklu leyti kenna það lélegum sorpílátum'. Sú nýjung, sem tekin
liefur verið upp, að rýma burtu einskis nýtu rusli, sem víða hafði
safnazt fyrir á baklóðum húsa, er spor í rétta átt til að vinna gegn
rottugangi í bænum; þessu þarf að halda áfram. í sem fæstum orðum
sagt: Því meira hreinlæti og betri umgengni utanhúss og innan, því
minni rottup!ága.“ Veggjalús og húsaskítir hafa nokkuð gert vart við
sig, og hefur meindýraeyðirinn reynt að koma þeim til hjálpar, sem
kvartað hafa, og ég held, að honurn hafi orðið allvel ágengt, einkum
hvað húsaskítina snertir. Þá hef ég nokkrum sinnum látið svæla bæði
útlend og innlend skip vegna kvartana uin rottugang eða önnur mein-
dýr, og hefur Trausti Ólafsson efnafræðingur annazt það fyrir mína
hönd. Hefur til þess jafnan verið notuð blásýra.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Meindýr ekki nema rottur, sem gera mikinn usla í Borg-
arnesi, og svo auðvitað mýs í sveitum.
Flateyrar. Rottur á Flateyri, mýs um allt héraðið og eitthvað um
húsaskíti á Suðureyri.
Hóls. Rottur eru töluvert áberandi og í nokkrum húsum til mikilla
leiðinda og óþrifa.
Blönduós. Á meindýrum ber hér lítið, nema þessum gömlu og þjóð-
legu. Rottur hafa enn ekki náð að tímgast hér.
Sauðárkróks. Húsaskíti varð hér vart í einu húsi síðast liðið ár, og
hefur ekki tekizt að útrýma þeim alveg enn þá. Rottugangur er tals-
verður, en eitthvað mun hafa verið kákað við eitrun.
Ólafsfj, Rottugangur mikill. Eitrað á árinu, en frekar lítill árangur