Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 93
91
í sjúkrahúsinu, en var síðan fluttur til Englands, er hann þótti flutn-
ingsfær. Fract. colli femoris d.: Sextugur maður datt ofan lágan stiga.
Batnaði fljótt og vel. Fract. cruris d.: Hálfsextugur maður, bróðir hins
síðast nefnda, varð fyrir bíl. Hann var á hjólum á leið út í Hnífsdal.
Batnaði fljótt og vel. Fract. malleoli lateralis sin.: Miðaldra maður,
ölóður, var að tuskast á bryggju. Hann féll á bryggjuna og brotnaði.
Commotio cerebri, fractura dentis, vulnera contusa varia: Tvítugur
piltur var á gangi um stræti í Súðavík, er fauk á hann járnplata.
Vulnus tendinum antribrachii: Miðaldra maður, ölóður, rak hnefann
i gegnum rúðu.
Ögur. 1 nemandi Beykjanesskólans steig ofan í hveraholu og slcað-
hrenndist upp að hné. Slík slys hafa verið tíð í Reykjanesi, en hér
eftir á að vera svo um hnútana búið — byggt yfir hverina — að slíkt
geti ekki komið fyrir aftur. 1 karlmaður á bezta aldri drukknaði, þegar
bátur fórst í róðri á Faxaflóa. Aldraður bóndi datt á hálku og gekk
úr axlarlið. Gert að honum á ísafirði.
Hesteyrar. 1 karlmaður á bezta aldri drukknaði í millilandasigling-
um. Annars engin slys í héraðinu.
Hólmavíkur. Stúlkubarn lenti í Bjarnarfjarðará og drukknaði.
Annars þetta helzt: Fract. cruris 1 (datt á skíðum), costae 2, clavi-
culae 2, lux. humeri 1 (var að stinga sér til sunds, lenti með hönd í
botn), ambustio manus 1 (hráolía), faciei 1 (hráolía), regionis
gluteae bilateralis 1 (sjóðandi vatnspottur), distorsiones et contusiones
13, corpora aliena oculii, digiti et manus 2 (önglar), pedis 1 (nál),
vulnera puncta incisa et dilecerata 23, sclopetaria 1 (riffilkúla lenti
gegnum 3 fingur.
Miðfj. Gömul blind kona brenndist svo illa, er hún var að kveikja
upp í eldavél, að liún dó nokkrum tímum síðar í sjúkrahúsinu. Fract.
fibulae 1, Collesi 1. Lux. humeri 2. Contusiones 8, vulnera 11.
Blönduós. Kolsýringseitrun kom hér fyrir, og munaði litlu, að leiddi
til bana. Fengin hafði verið lítil benzínvél sexn ljósgjafi á hæ einn
og var höfð uppi á framlofti, en inn af því var dyraloft, þar sem maður
einn hafðist við. Hann kom heim frá störfum sínum og fékk sér
röltkurblund, sem vani hans var, en vélin var í gangi, og lagði kol-
sýringinn inn til hans gegnum óþétt þil. Þegar maðurinn konx ekki
til fjósverka um kvöldið, var farið að gá að honum, og reyndist þá
ómögulegt að vekja hann. Sími er á bænum, og var þegar hringt til
mín, en ég gaf ráð til bráðabirgða og brá síðan við. Ég var hjá rnann-
inum til morguns, og kom hann ekki til meðvitundar, fyrr en liðið var
langt á nótt. Þetta er í annað skiptið, síðan ég kom í héraðið, sem ég
hef vei’ið sóttur til sjúklings meðvitundarlauss af kolsýringseitrun,
og sýnir það þá hættu, sem stafar af benzínvélum, ef ekki er gætt
ýtrustu varkárni. Mæniás í fjárhúsi féll ofan á 16 ára pilt, og fylgdi
þekjan ineð. Faðir drengsins kom að skömmu síðar og kallaði til
hjálpar símaviðgerðarmenn, sem um veginn fóru. Náðu þeir piltinum,
sem var samankýttur, undan þekjunni, og var hann þá örendur. Fract.
colli femoris á roskinni konu, supracondylica humeri á dreng, dia-
physis femoris á öðrum dreng, sem kom á sjúkrahúsið vestan úr