Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 193
191
varð af eitruninni, og sögðu sumir, að eitrið hefði ekki drepið nema
ketti.
Akureyrar. Veggjalýs hér engar, en á einstaka stað munu vera
húsaskítir, og' gengur fremur illa að útrýma þeim.
Höfðahverfis. Veggjalýs og húsaskítir eru ekki til í héraðinu, en
töluvert af rottum, sérstaklega við sjávarsíðuna, einnig nokkuð í sveit-
inni. Mýs hef ég ekki heyrt talað um.
Seijðisfj. Aðeins við rotturnar að stríða, og' virðist það ærið nóg við-
fangsefni. Eitrað er a. m. k. einu sinni á ári. Minnkar þá rottugangur
fyrst á eftir, en fljótt sækir í sama horfið. Hernámið jók veldi rott-
unnar um allan helming, því að frá því féllu margir molar af borði.
Að vísu fylltust fjörurnar siðar af olíu, og eitthvað mun það hafa
grandað rottum.
Norðfj. Seinna part ársins fór að bera á veggjalús í húsi einu í bæn-
um. Búa þar 6 fjölskyldur. í einni ibúðinni býr maður, sem var um
tíma í Englandssiglingum, og' þar varð hennar fyrst vart. Er líklegt,
að einhver farangur í fórum hans hafi borið lúsina. Hefur hennar
orðið víðar vart í húsinu, og þarf líklega að hreinsa allt húsið.
Berufj. Talsvert er um rottur í héraðinu, en mest hér í þorpinu.
Gengur illa að útýma henni.
Vestmannaeyja. Mjög lítið ber á veggjalúsum og húsasldtum. Rott-
ur og mýs lifa hér blómalífi í fisk- og' mjölæti. Nú á að fara að hefjast
lianda urn eitranir fyrir þessi dýr.
19. Störf heilbrigðisnefnda.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Haldnir alls 8 fundir á árinu, 2 í febrúar, 1 í marz, 2 í apríl,
1 í maí og 2 í september. Leyfðar 3 nýjar kjöt- og matvælabúðir,
1 sláturhús ásamt reykhúsi og bjúgugerð, þó aðeins til bráðabirgða,
vegna þess að húsnæðið var ekki fullkoinlega hæft til slíks rekstrar.
Leyfð 1 ný brauðgerð og búð leyft að selja flöskumjólk til bráða-
birgða, þótt hún uppfyllti ekki skilyrði til mjólkursölu. Var það gert
einungis vegna þess, að þetta var í útkjálka bæjarins og óravegur
fyrir mjólkurneytendur í næstu mjólkurbúð. Rætt var um húsakynni
og þrifnað í ýmsum veitingakrám og' kaffistöðum í bænum, og var
samþykkt að fella úr gildi bráðabirgðaleyfi hjá 7 þeirra. Þó var síðar
ákveðið að leyfa 6 þeirra að starfa um 6 mánaða skeið, en þá skyldi
þeim að fullu lokað. Rætt var um óþrifnað og ódaun í sambandi við
1 fjós og 2 svínabú í bænum, og var samþykkt að banna svínabúin
á þeim stað, sem þau voru rekin. Rætt var um sorphreinsunina i
bænum og fyrirkomulag hennar. Einnig var minnzt á rottueyðingu og
sölustaði rjómaíss. Þá var og minnzt á húsakynni og aðbúnað fólks
við ýmsan iðnað. Engar skýrslur eða greinargerðir um störf hinnar
svo nefndu heilbrigðislögreglu hafa borizt mér né heldur heilbrigðis-
nefndinni, að undan teknum nokkrum skoðunargerðum yiðvíkjandi
sumum þeim atriðum, sem á undan eru talin. Við mitt lögboðna eftir-
lit hef ég' engin not haft af þvi fólki, því að uni enga samvinnu hefur
verið að ræða. Hefur það aukið mér erfiði að mun, þar sem ég á engan