Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 126
124
og myrkri, þrátt fyrir það, að rafmagn átti að nægja til ljósa, suðu og
hitunar. í kauptúninu var byggt 1 timburhús járnvarið og auk þess
hafin smíði 2—3 annarra húsa. Vindrafstöðvar voru margar settar
upp, einkum í kauptúninu. Þrifnaður víðast sæmilegur og sums staðar
í bezta lagi. Þó vantar mikið á, að allt sé eins og það á að vera á þessu
sviði. Lús, kláði og önnur óþrif halda velli, þrátt fyrir sæmilega við-
leitni til þrifnaðar. í þessu sambandi ber þess og að geta, að liinum
vinnandi höndum á heimilunum fækkar stöðugt, og í sveitum er kven-
fólkseklan orðin svo tilfinnanleg, að kvenlið heiinilanna annar engan
veginn daglegum nauðsynjastörfum. Hlýtur þetta óhjákvæmilega að
hafa alvarlegar afleiðingar, hvað þrifnaði og hirðingu allri viðvíkur.
Seyðisfí. 1 myndarlegt steinsteypuhús var reist á árinu. Yfirleitt eru
liér flestar íbúðir góðar, og má segja, að margir hafi óþarflega rúmt
um sig, þó er hér í kaupstaðnum búið í 2—3 kofum, sem tæplega geta
kallazt mannabústaðir á nútíma mælikvarða. Þrifnaður er yfirleitt
allsæmilegur og víða góður. Vatnssalernum fjölgar í bænum, og við
öll hús, þar sem vatnssalerni er ekki, mun vera útikamar.
Norðff. Nokkur hús byggð að nvju og önnur gömul endurbætt. Víð-
ast er í þessum nýju og endurbættu húsum séð fyrir vatnssalernum,
haði og miðstöðvarhitun. Því miður liefur velmegun manna valdið því,
að ekki hafa gleymzt stofurnar fínu, sem eiga fyrir sér að standa
auðar, en taka mesta og bezta rúm hússins. Að því leyti þó ekki eins
óþolandi og áður, að þær eru ekki eins kaldar, ef grípa þarf til þeirra,
er gestir koma. Þrifnaður batnar oftast eitthvað með bættum húsa-
kosti, en ekki er það nóg. Menningin verður að flytja inn með fólk-
inu, en hún er ekki eins fljótbyggð og húsin.
Fáskrúðsff. Nokkuð um húsabygg'ingar, þ. á m. 8 hús í kauptúninu
við Stöðvarfjörð, og má húsakostur heita þar sæmilegur, að 2 hús-
um undan teknum, sem orðin eru gömul og allinjög úr sér gengin.
Engin ný hús reist í sveitunum. Viðhald á húsum fer batnandi, en
víða er snyrtingu og umgengni kringum hús ábóta vant. Þrifnaður
innan húss virðist einnig fara batnandi, en þó er lúsin hvergi nærri
úr sögunni. Of víða eng'in vanhús.
Beruff. 3 steinhús hafa verið reist á árinu, öll í Breiðdal. Húsa-
kynni nokkuð upp og ofan og' víða léleg, einkum hér í þorpinu. Verst
er, hvað þau eru köld, víðast hvar lítil eða engin upphitun nema í
eldhúsi, enda er þar aðalaðsetursstaður fólksins. Nokkuð er þó fólk
tekið að hita upp með gasolíuvélum, og hita þær sæmilega upp, en
mjög spilla þær lofti í íbúðum. Þrifnaður er sæmilegur, en þó er viða
pottur brotinn í þvi efni, einkum utan húss. Víða rekur maður sig á
vanhúsaleysið, og virðast menn furðu sinnulausir um að koma slík-
um húsum upp.
Síðu. Lítið um byggingar. Menn bíða betri tíma. Þrifnaður með
húsakynni er víðast hvar eins og ástæður leyfa, en víða er illa farið
ineð mat. Sérstaklega er áberandi sóðaskapur í meðferð mjólkur,
sennilega af því að hún er hvit.
Vestmannaeyja. Húsnæðisekla mjög tilfinnanleg og þrengsli víða.
8 nýjar íbúðir teknir í notkun á árinu. Samanlögð stærð þeirra 3976