Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 123
121
steypt loft og teikningar fengnar hjá fagmönnum. Ýmsu er ábóta vant
um þrifnað, bæði í sveit og bæ, en batnar þó við lokræsi og bættar
götur. Samt er ryk og for til ama á götum hér í Borgarnesi, og verður
ekki við slíku gert, fyrr en malbikun eða steinsteypa taka við af mela-
mölinni. Fatnaður og matargerð mun ekki breytast að neinu leyti.
Frá gróðurhúsum í hinu hveraríka Borgarfjarðarhéraði berst töluvert
af grænmeti hingað í Borgarnes, sérstaklega tómatar, og er þeirra
töluvert neytt, þrátt fyrir mikið verð.
ólafsvíkur. Húsakynni yfirleitt léleg, en allmikið byggt að nýju eða
gömul hús endurbyggð. Mörg þessara húsa í smíðum enn. Byggingar-
félag starfar hér.
Dala. Unnið var að þvi að fullgera hið nýja gisti- og veitingahús í
Búðardal, og var því ekki að fullu lokið. Þá var á sama stað hafin
bygging nýs húss fyrir símastöðina til íbúðar fyrir stöðvarstjóra.
Komst það svo langt, að flutt var í það fyrir jól. Að öðru leyti var allt
við það sama og áður. Lítið mun hafa orðið úr því, að bændur kæmu
upp salernum á bæjum sínum, og var ýmsu borið við, m. a. vöntun
á efni.
Reykhóla. Þrátt fyrir góða afkomu héraðsbúa skortir allmjög á, að
húsakynni og þrifnaður séu í góðu lagi. Eru húsakynni víða allléleg,
enda ekkert verið byggt, síðan styrjöldin skall á, nema 1 steinhús
á Reykhólum, annarri hálflendunni, allreisulegt hús en ófullgert, og
verður það sennilega næsta ár. Salerni léleg og vantar víða alveg.
Vatnssalerni veit ég aðeins um í 4 húsum, að læknisbústað með-
töldum.
Þingeijrar. Þrifnaður yfirleitt góður í héraðinu. 1 sveitunum er á
hverju ári byggt úr steinsteypu meira og minna af húsum. Er nú svo
komið, að nálega á hverju býli eru íbúðarhús steypt og víða penings-
hús. í kauptúninu er lítið byggt af nýjum húsum, en hin gömlu end-
urbætt. Fólki fækkar, og kvartað er yfir húsnæðisleysi. Kröfurnar
iiarðari. Húseigendur vilja ekki leigja, því að allir eru ríkir.
Flateijrar. Ný hús engin reist á árinu, og enn er ólokið smíði þeirra
húsa, sem byrjað var á í fyrra. Mörg ár hafa sum hús hér í héraðinu
staðið ómáluð og ómúrhúðuð og lig'gja undir skemmdum. Þrifnaður
er víðast góður, en sums staðar í Súgandafirði eru hús bæði óhæfi-
lega þröng og þrifnaði ábóta vant. Það er fullkomið vandræðamál,
að 6—7 manna fjölskyldur skuli hrúgast saman í mjög litlar tveggja
herbergja íbúðir, á stað, þar sem berklar vaða uppi. í sveitinni finnast
enn þá íveruhús, sem tæplega geta talizt mannabústaðir. Þrifnaður
fólks er sæmilegur, en virðist sums staðar ekki ná nema inn að föt-
unum. Því að við skólaskoðanir kemur í ljós ömurlegur raunveru-
leiki. Lúsin magnast þrátt fyrir óvinsælt eftirlit, og sjálfsögðum lik-
amsþrifum er víða ekki sinnt.
Hóls. Þrifnaði ætti að fara frain í þorpinu, með því að bæði er
komin vatnsleiðsla og fráræsla. Er þetta mikill munur frá því, sem
áður var, enda sjást þess merki. Þrifnaði utan húss er að vísu tölu-
vert ábóta vant. Ekki er enn þá komið salerni á vinnustöðvum sjó-
manna né í samkomuhús þorpsins. 1 steinsteypt ibúðarhús hefur verið
reist á árinu.
íc