Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Page 123

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Page 123
121 steypt loft og teikningar fengnar hjá fagmönnum. Ýmsu er ábóta vant um þrifnað, bæði í sveit og bæ, en batnar þó við lokræsi og bættar götur. Samt er ryk og for til ama á götum hér í Borgarnesi, og verður ekki við slíku gert, fyrr en malbikun eða steinsteypa taka við af mela- mölinni. Fatnaður og matargerð mun ekki breytast að neinu leyti. Frá gróðurhúsum í hinu hveraríka Borgarfjarðarhéraði berst töluvert af grænmeti hingað í Borgarnes, sérstaklega tómatar, og er þeirra töluvert neytt, þrátt fyrir mikið verð. ólafsvíkur. Húsakynni yfirleitt léleg, en allmikið byggt að nýju eða gömul hús endurbyggð. Mörg þessara húsa í smíðum enn. Byggingar- félag starfar hér. Dala. Unnið var að þvi að fullgera hið nýja gisti- og veitingahús í Búðardal, og var því ekki að fullu lokið. Þá var á sama stað hafin bygging nýs húss fyrir símastöðina til íbúðar fyrir stöðvarstjóra. Komst það svo langt, að flutt var í það fyrir jól. Að öðru leyti var allt við það sama og áður. Lítið mun hafa orðið úr því, að bændur kæmu upp salernum á bæjum sínum, og var ýmsu borið við, m. a. vöntun á efni. Reykhóla. Þrátt fyrir góða afkomu héraðsbúa skortir allmjög á, að húsakynni og þrifnaður séu í góðu lagi. Eru húsakynni víða allléleg, enda ekkert verið byggt, síðan styrjöldin skall á, nema 1 steinhús á Reykhólum, annarri hálflendunni, allreisulegt hús en ófullgert, og verður það sennilega næsta ár. Salerni léleg og vantar víða alveg. Vatnssalerni veit ég aðeins um í 4 húsum, að læknisbústað með- töldum. Þingeijrar. Þrifnaður yfirleitt góður í héraðinu. 1 sveitunum er á hverju ári byggt úr steinsteypu meira og minna af húsum. Er nú svo komið, að nálega á hverju býli eru íbúðarhús steypt og víða penings- hús. í kauptúninu er lítið byggt af nýjum húsum, en hin gömlu end- urbætt. Fólki fækkar, og kvartað er yfir húsnæðisleysi. Kröfurnar iiarðari. Húseigendur vilja ekki leigja, því að allir eru ríkir. Flateijrar. Ný hús engin reist á árinu, og enn er ólokið smíði þeirra húsa, sem byrjað var á í fyrra. Mörg ár hafa sum hús hér í héraðinu staðið ómáluð og ómúrhúðuð og lig'gja undir skemmdum. Þrifnaður er víðast góður, en sums staðar í Súgandafirði eru hús bæði óhæfi- lega þröng og þrifnaði ábóta vant. Það er fullkomið vandræðamál, að 6—7 manna fjölskyldur skuli hrúgast saman í mjög litlar tveggja herbergja íbúðir, á stað, þar sem berklar vaða uppi. í sveitinni finnast enn þá íveruhús, sem tæplega geta talizt mannabústaðir. Þrifnaður fólks er sæmilegur, en virðist sums staðar ekki ná nema inn að föt- unum. Því að við skólaskoðanir kemur í ljós ömurlegur raunveru- leiki. Lúsin magnast þrátt fyrir óvinsælt eftirlit, og sjálfsögðum lik- amsþrifum er víða ekki sinnt. Hóls. Þrifnaði ætti að fara frain í þorpinu, með því að bæði er komin vatnsleiðsla og fráræsla. Er þetta mikill munur frá því, sem áður var, enda sjást þess merki. Þrifnaði utan húss er að vísu tölu- vert ábóta vant. Ekki er enn þá komið salerni á vinnustöðvum sjó- manna né í samkomuhús þorpsins. 1 steinsteypt ibúðarhús hefur verið reist á árinu. íc
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.