Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 47
45
íjarverandi, en hún var gegnlýst á ísafirði skömmu seinna. Við skoð-
unina fundust 29 manns í Súgandafirði, sem virtust vera með virka
berklaveiki, en enginn þeirra virtist vera „cavernös". Þetta fólk hefur
verið haft undir eftirliti síðan og sent til ísafjarðar til skyggningar
á 3—4 rnánaða fresti og sumt oftar, ef ástæða hefur þótt til. Leitað
er að bakteríum í hrákum frá mörgum þessara sjúklinga öðru hverju,
og tvívegis hefur hráki verið sendur Rannsóknarstofu Háskólans, allt
án þess að berklabakteríur hafi fundizt, þar til í desember, að
bakteríur fundust í hráka J. V-sonar á Suðureyri, og var hann um-
svifalaust sendur á Vífilsstaðahæli. Börn hans 2, sem verið höfðu nei-
kvæð við berklaprófun í vor, reyndust sýkt fyrir skömmu, og einnig
drengur, sem stundum kom þar á heimilið. I Súgandafirði voru 131
börn prófuð. Af þeim reyndust 20 jákvæð, eða 15,3 %, 6 þeirra í fyrsta
sinn, 1 var á skólaaldri, hin yngri og því ekki vitað um þau fyrr,
en líklegt er, að þau séu nýlega srnituð. Síðan þessi rannsókn var
gerð, hafa 5 börn fundizt nýsmituð. Það eykur mjög á sýkingarhættu
iolksins í Súgandafirði, hversu ömurlega er ástatt um húsnæðismál
þeirra. Það er ekki óalgengt, að 5—6 manns sofi i einu litlu herbergi
og oftast tvennt í rúmi. I Önundarfirði fundust 9, sem höfðu meiri
eða minni einkenni virkra berkla. Flestir þeirra voru gamlir berkla-
sjúklingar, sem taldir eru albata, en um 2 var ekkert vitað áður. Ekk-
ert af þessu fólki hefur veikzt enn sem komið er, en það er undir
eftirliti á sama hátt sem Súgfirðingar. í Önundarfirði voru 136 börn
prófuð fyrir berklasmitun. Af þeim voru 16 jákvæð, eða 11,8%, 6
þeirra eru nú jákvæð i fyrsta sinn, 3, sem náðu skólaskyldualdri í
haust, og er vitað, að 2 þeirra sýktust af K. O-syni, sem nú er á ísa-
íjarðarspítala, og 1 af M. J-syni, nú í Reykjavík. Hin börnin eru eldri
og ókunnugt um, hvaðan þau hafa sýkzt. Yngstu börnin voru öll
ósýkt, og bendir það til þess, að tæpiega sé um smitbera að ræða í
Önundarfirði núna. Við skólaskoðanir voru börnin einnig prófuð
(sbr. töflu XI).
Hóls. Berklaveiki virðist hér mikið í rénun. Berklapróf var gert á
skólabörnum á síðasta hausti. Reyndust þá engin jákvæð í fyrsta sinn.
Berklayfirlæknir kom hingað með aðstoðarmönnum á síðast liðnu
vori og rannsakaði flesta héraðsbúa. Virtist honum bera nokkuð
mikið á merkjum eftir berklaveiki í lunguin í eldra fólki, er benti
til þess, að fyrr hafi verið hér mikið um lungnaberkla.
ísctfí. Færri skráðir en áður. Yfirleitt er ástandið mildu betra hér
á ísafirði en í nágrenninu, og má sjálfsagt þakka það betra eftirliti.
Smitun nýskráðra varð rakin ti'l þekktra, virkra berklasjúklinga. í
barnaskólanum í Hnífsdal eru enn öll börnin neikvæð (ca. 46) eins
og í fyrra. Enginn innanhéraðsmaður dó úr berklum á árinu, en 4 ut-
anhéraðsmenn.
Ögur. Fleiri skráðir en nokkru sinni áður, enda mun nú allt tínt
til, en áður hefur skráning verið stopul úr Súðavík. Það má og teljast
til merkra tíðinda, að berklayfirlæknir röntgenskoðaði alla Súðvík-
inga um sumarið, og kom þá 1 virkur i ljós, sem ekki var vitað um
áður, og á öðrum staðfestist grunur um virka berldaveiki, en hvor-
ugur þeirra var þó smitandi. 2 nýsmituð börn veiktust af móður sinni,