Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 32
30
Grímsnes. Tilfellin með fæsta móti, öll væg.
Keflavíkur. Mjög tíð, einkum í börnum, fram á sumar, og var það í
sambandi við kvefsótt þá, sem gekk á sama tíma. Mörg börn urðu
mikið veik. Notað aðallega súlfadíazín, og virtist það verka ágætlega.
Einstaka barn virðist þola súlfalyf illa (uppköst — óróleiki — útþot),
en það er fátítt um súlfadíazín, ef nóg vatn er drukkið með.
2. U m t a k s ó 11:
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Stakk sér niður nokkurn veginn jafnt allt árið.
Borgarfj. Öllum batnaði við súlfapýridín eða súlfadíazín.
Ólafsvíkur. Varð vart.
Dala. Aðeins 2 tilfelli. Gaf súlfadíazín í bæði skiptin með góðum
árangri og án nokkurra óþæginda af lyfinu.
Þingegrar. Sjúkdómsgreining er óvissari en áður var. Súlfalyfin eru
notuð í byrjun, ef grunur er um veikina.
Flateyrar. 4 tilfelli, sem bötnuðu fljótt og fyrirhafnarlítið við súlfa-
þíazólgjöf.
Hóls. 1 sjúklingur talinn með taksótt í júní. Þetta reyndist ekki
taksótt, heldur pleuritis exsudativa.
ísafj. Með allra minnsta móti, engin dauðsföll.
Hofsós. Allmörg tilfelli allt árið i fylgd með kvefi.
Ólafsfj. 1 tilfelli af taksótt var þó nokkuð „resistent“ gegn dagenan,
þ. e. a. s. hiti féll fljótlega, en bólgan hélzt samt á aðra viku í lung-
anu. Sami maður fékk aftur taksótt eftir nokkra mánuði, og fór á
sömu leið.
Akureyrar. Súlfalyfjum beitt gegn lungnabólgu í öllum tilfellum og
venjulegast með bezta árangri.
Reykdæla. 5 tilfelli á árinu. Öllum batnaði fljótt við súlfalyf.
Fáskrúðsfj. Roskinn maður veiktist. Reyndist sóttin „súlfaföst".
Fékk sjúklingurinn upp úr henni empyema pleurae og var lengi að
ná sér.
Berufj. 1 sjúklingur fékk brjósthimnubólgu upp úr taksóttinni á 11.
degi. Hefur nú náð sér allvel.
Vestmannaeyja. Einkennilega sjaldgæf hér, saman borið við Fljóts-
dalshérað. Hvað veldur?
Ileflavíkur. Óvenju mörg tilfelli af taksótt á þessu ári. Sama sagan
og um kveflungnabólguna og þó öllu meira einkennandi, að súlfalyfin
geta á 2 dögum breytt því, sem áður mundi talið nærri vonlaust
sökum heiftar, í öruggan bata og vellíðan.
14. Rauðir hundar (rubeolae).
Töflur II, III og IV, 14.
Sjúklingafjöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl........ 9 9 32 55 8 781 1566 29 94 34
Landsfaraldurinn, sem var í mestum blossa árin 1940—1941, mun
reyndar genginn hjá, en eins og jafnan fvrir hann greina læknar við