Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 196
194
að úr þessum fisksölumálum verði leyst á annan hátt en þann, að
bærinn eða eitthvert einkafyrirtæki hyggi nýtízku fiskbúð, og öll fisk-
sala verði látin ganga í gegnum hana, en torgsala algerlega bönnuð.
Heilbrigðisfulltrúi er hér ráðinn af bæjarstjórn gegn kr. 100,00 grunn-
launurn mánaðarlega og verðlagsuppbót á það, og er miðað við það,
að hann leggi af mörkum sem svarar ca. tveggja stunda vinnu á dag.
Ég tel þetta allt of lítið. Þegar Sigurður Hlíðar dýralæknir hætti að
vera hér heilbrigðisfulltrúi, vildi bæjarstjórn helzt alveg leggja starfið
niður og alls ekki fallast á að greiða heilbrigðisfulltrúanum hærri
laun en að framan getur.
Vestmannaeyja. Bætt hefur verið úr því ófremdarástandi að hafa
engan heilbrigðisfulltrúa. Ráðinn var Gunnar Hliðar, og er hann
jafnframt „dýralæknir“ hér.
20. Bólusetningar.
Tafla XIX.
Skýrslur og reikningar um bólusetningar hafa borizt úr öllum hér-
uðum nema 12 (Ólafsvíkur, Flateyjar, Patreksfj., Bíldudals, Ögur,
Reykjafj., Hólmavíkur, Öxarfj., Hróarstungu, Fljótsdals, Mýrdals og
Keflavíkur), og munu þær yfirleitt hafa fallið niður í þeim héruðum.
Ná skýrslurnar til 2224 frumbólusettra og' 3222 endurbólusettra
barna. Kom bólan út á 81% hinna frumbólusettu og 72% hinna end-
urbólusettu.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Engin almenn bólusetning fór fram á þessu ári, svo sem um
getur á skýrslu I. Hafði ég ætlað að bólusetja í október, en þá kom
prentaraverkfallið, svo að ekki var hægt að auglýsa. Samt sem áður
var 1119 manns bólusett, og var það aðallega endurbólusetning. Af
þessum 1119 voru 651 börn, nálega allt fermingarbörn. Hitt var full-
orðið fólk, mest sjómenn, er sigldu til Bretlands. Á bólusetningar-
skýrsluna leyfði ég mér að setja, að allir hefðu verið skoðaðir eftir
á, þó að ég sæi að vísu ekki sjálfur alla sjómennina. En ég bað skip-
stjórana að skoða skipverja sína, og fór ég svo eftir umsögn þeirra.
Það er eftirtektarvert nú, eins og 1942, hve bólan kemur almennt út
á sjómönnum. Er árangurinn yfirleitt mun gleggri en t. d. hjá fernv-
ingarbörnunum, enda veiktust allmargir þeirra af bólusetningunni.
Sýnir þetta mjög vel, hve ónæmið er stutt hjá mönnum, og er það
næsta lærdómsríkt til aðvörunar, ef bólusótt kæmi einhvern tima til
landsins eða væri yfirvofandi.
Hafnarfj. Aðeins fermingarbörn bólusett á árinu
Skipaskaga. Fóru fram á venjulegum tíma. Þegar frétt kom á síðasl
liðnu voru um bólusótt í Englandi, var mönnum gefinn kostur á
bólusetningu og þeim einkum ráðið til hennar, sem hefðu mök við
aðkomuskip. Alls bólusettir 57 fullorðnir, í marz og apríl.
Borgarnes. Enginn sérstakur lasleiki með bólusetningu.
Flateyrar. Fór fram í öllu héraðinu. Bóluefnið reyndist gott, og lítið
bar á hita og veikindum í sambandi við bólusetninguna.
ögur. Bólusetningar féllu niður i öllum umdæmum vegna farsótta.