Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 186
184
nú orðin gömul og allt of lítil. í Mosvallahreppi er farkennsla og fer
fram á 3 stöðum. Skólahúsið á Hesti, sem jafnframt er samkomu-
og fundahús, er hrörlegur timburhjallur, sem er illa við haldið, glugg-
ar ónýtir og' upphitun léleg. Á Þórustöðum fer kennslan fram í gömlu
þinghúsi. Veggirnir eru skakkir og skældir vegna missigs og gólfið
holótt. Góður ofn er í húsinu. í Valþjófsdal fer kennslan fram í skóla-
og samkomuhúsi. Það stendur upprétt, en gluggar eru ónýtir, og var
dragsúgnum um þá bægt frá með því að negla „sólgler" fyrir þá.
Skólabekkirnir eru alls staðar gamaldags tveggja sæta púlt, alls-
endis óviðunandi. Þetta eru heilsuspillandi vistarverur og ættu ekki
að notast til barnakennslu. Þegar að var fundið, taldi formaður skóla-
nefndar, að þetta mundi allt lagast með tilkomu hins nýja heima-
vistarskóla, sem í ráði er að byggja hér á næstunni, og er það rétt,
ef úr verður.
Hóls. Á árinu var byrjað að byggja nýjan barnaskóla áfastan við
hinn gamla. Var þess mikil þörf. Lítur út fyrir, að þarna verði
mikið rúm og gott.
ísafi. Skólarnir þeir sömu og áður, en búa allir við hin mestu
þrengsli og að inörgu leyti ófullkominn húsakost. Þetta á allt að
standa til bóta á næstu árum. Ljóslækningar í barnaskólanum, sem
mjög mikil þörf er á, hafa alveg fallið niður undan farin ár, en öll-
um börnum er gefið lýsi seinna helming skólaársins.
Ögur. Skólarnir eru nú 4, eins og undanfarin ár, en heldur er nú
orðið fámennt í þeim sumum. í 2 skólunum eru aðeins 7 og 8 nem-
endur. Má heita furðulegt að vera að halda uppi dýru og ófullkomnu
skólahaldi með örfáum börnum, þar sem völ er á ágætis heimavistar-
skóla í Reykjanesi, sem vel gæti bætt við sig 20—30 nemendum. Er
þar verið að stækka skólann sjálfan um helming, og er því að mestu
lokið, byggja stærðar leikfimishús, vinnustofu, baðklefa, þar á meðal
gufubað, og lengja laugina um þriðjung, svo að hún verði lengsta
sundþró á landinu. Aðbúnaður barna við aðra skóla héraðsins er ekki
meira en viðunandi, sérstaklega hvað snertir bekki, borð, snyrtiklefa
o. s. frv.
Hesteyrar. í Sléttuhreppi eru 3 fastir skólar, en raunverulega að-
eins 1 skóli í Grunnavíkurhreppi, og verður hann að teljast farskóli,
haldinn fyrra helming skólaársins í Reykjarfirði, en seinna hlutann
á Dynjanda. Skólaskoðun í þessum afskekktu héruðum er mjög erfið,
og eru ferðir í skammdeginu erfiðar, en engu að síður er skólaskoð-
unin mjög þýðingarmikil, því að læknir kemur annars varla á þessa
staði, nema hann sé sóttur í lífsnauðsyn. Aðbúnaður þessara skóla
er að vísu ekki góður, en þó ekki verri en gerist og gengur við svipuð
skilyrði í nágrannahéruðum.
Hólmavíkur. Leitazt er við að velja skárstu heimilin til skólahalds.
Vill þó ganga misjafnlega. Rarnaskólinn á Hólmavík orðinn of lítill
og úr sér genginn. Nýi barnaskólinn á Drangsnesi tekinn til afnota,
þótt hann væri ekki fullgerður.
Blönduós. Skólaeftirliti er að ýmsu leyti ábóta vant sökum erfið-
leika við að koma farskólunum fyrir. Yfirleitt er þó skólunum aðeins
komið fyrir á góðum og myndarlegum heimilum, sem enginn skortur